Sigur í dag færir Breiðabliki 75 milljónir og leiki fram að jólum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2021 09:30 Það er mikið í húfi hjá Selmu Sól Magnúsdóttur og stöllum í Breiðabliki í kvöld. vísir/Hulda Margrét Breiðablik er öruggt um að fá rúmar 20 milljónir króna fyrir að spila gegn króatíska liðinu Osijek í dag. Sigur færir liðinu að lágmarki 75 milljónir og leiki við einhver af bestu liðum Evrópu fram að jólum. Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira