
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna

Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið féll úr leik í Meistaradeildinni eftir samanlagt 10-2 tap í einvígi gegn Barcelona. Leikur kvöldsins endaði með 6-1 sigri Barcelona.

Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal
Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Real Madríd í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Real var 2-0 yfir eftir fyrri leikinn en Skytturnar sneru dæminu við.

Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern
Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum.

Glódís Perla aftur á bekknum
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München, er aftur á bekknum í leik kvöldsins gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna
Leikmannasamtök efstu deilda á Englandi, PFA, hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að öryggi kvenkyns leikmanna sé ógnað sökum slæmra vallaraðstæðna í stórleikjum.

Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea
Manchester City gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn kom á óvart þar sem Man City rak nýverið þjálfara sinn og fátt virðist ætla að stöðva Chelsea á leið sinni að enn einum Englandsmeistaratitlinum.

Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna.

Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“
Erfiðar vallaraðstæður settu mark sitt á fyrri leik Real Madrid og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ein helsta hetja í sögu Arsenal gagnrýndi völlinn sem leikurinn fór fram á.

Bayern í vondum málum eftir slæmt tap
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München þurfa kraftaverk ætli þær sér áfram í Meistaradeild Evrópu. Bayern tapaði 0-2 á heimavelli fyrir franska stórliðinu Lyon í kvöld. Tapið hefði hæglega geta verið stærra.

Real Madríd í vænlegri stöðu
Real Madríd leiðir 2-0 í einvígi sínu gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta þökk sé mörkum Lindu Caicedo og Athenea del Castillo í sitthvorum hálfleiknum.

Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu
Glódís Perla Viggósdóttir hefur í fyrsta sinn á sínum atvinnumannsferli misst af leik vegna meiðsla og gæti mögulega misst af leik Bayern gegn Lyon í kvöld í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún ku ekki glíma við höfuðmeiðsli.

Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi
Dregið var í átta-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í Nyon í Sviss í dag. Strembin verkefni bíða landsliðskvennana Glódísar Perlu Viggósdóttur og Sveindísar Jane Jónsdóttur.

Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er komin heim í jólafrí og hún ætlar að hitta aðdáendur sína í Smáralindinni í dag.

Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni
Glódís Perla Viggósdóttir var fyrir því óláni í kvöld að skora sjálfsmark í síðasta leik Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins
Barcelona tryggði sér efsta sætið í D-riðli Meistaradeildar kvenna í fótbolta með stórsigri í toppslag riðilsins.

Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum
Evrópumeistarar Barcelona urðu í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar
Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar.

Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni
Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar.

Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar.

Sveindís með fernu í Meistaradeildinni
Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu sem varamaður í kvöld og skoraði fernu í mjög mikilvægum sigri Wolfsburg í Meistaradeild kvenna í fótbolta

Mætt aftur eftir heilablóðfall: „Ekkert mun toppa þessa tilfinningu“
Enski landsliðsmarkvörðurinn Ellie Roebuck spilaði um helgina sinn fyrsta fótboltaleik í yfir 300 daga, þegar hún sneri aftur til keppni eftir að hafa fengið heilablóðfall.

Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona
Alexia Putellas skoraði eitt marka Barcelona í 4-1 sigri á St. Pölten í Meistaradeild kvenna í fótbolta í kvöld.

Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Bayern München náðu ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild kvenna í fótbolta í kvöld.

Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni
Amanda Andradóttir var í byrjunarliði hollenska liðsins Twente sem tapaði 3-2 á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Amanda átti stoðsendingu í leiknum.

Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni
Landsliðskonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir og Amanada Andradóttir voru báðar í byrjunarliði liða sinna í Meistaradeildinni í kvöld.

Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga
Glódís Perla Viggósdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða þegar Bayern München tók á móti Vålerenga í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta í kvöld. Bayern gerði út um leikinn snemma leiks.

Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus
Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki.

Sveindís og Amanda áttu strembið Meistaradeildarkvöld
Sveindís Jane Jónsdóttir og Amanda Andradóttir urðu báðar að sætta sig við tap í kvöld í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, gegn ógnarsterkum mótherjum.

Sædís Rún mátti þola tap gegn Arsenal og Barcelona skoraði átta
Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði allan leikinn þegar Vålerenga tapaði 4-1 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu. Þá unnu Evrópumeistarar Barcelona 9-0 sigur á Hammarby.