Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna

Fréttamynd

Bayern í vondum málum eftir slæmt tap

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München þurfa kraftaverk ætli þær sér áfram í Meistaradeild Evrópu. Bayern tapaði 0-2 á heimavelli fyrir franska stórliðinu Lyon í kvöld. Tapið hefði hæglega geta verið stærra.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madríd í væn­legri stöðu

Real Madríd leiðir 2-0 í einvígi sínu gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta þökk sé mörkum Lindu Caicedo og Athenea del Castillo í sitthvorum hálfleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar

Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ældi á heimavöll Sæ­dísar sem þurfti að bíða

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís búin að skora gegn Arsenal

Glódís Perla Viggósdóttir er búin að skora fyrir Bayern Munchen í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu en hún jafnaði metin í 1-1 gegn Arsenal með góðu skallamarki. Bayern er með 2-1 forystu en leikurinn er enn í fullum gangi.

Fótbolti