Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:40 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern sem voru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í Meistaradeild Evrópu í dag. Getty/Mark Wieland Þrjú Íslendingalið verða með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í vetur, sem nú verður með nýju fyrirkomulagi. Þau fengu að vita í dag hvaða liðum þau mæta, þegar dregið var, og mun Glódís Perla Viggósdóttir mæta þeim Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur í München. Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Meistaradeild kvenna verður nú með sams konar sniði og Meistaradeild karla, þar sem að í stað riðlakeppni munu öll liðin vera saman í einni 18 liða deild. Hvert lið spilar alls sex leiki og safnar stigum, í keppni um að komast áfram í útsláttarkeppnina. Liðin sem enda í 1.-4. sæti deildarinnar fara beint í 8-liða úrslitin. Liðin í 5.-12. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Liðin í 13.-18. sæti falla hins vegar úr keppni. Fyrir dráttinn í dag var liðunum skipt eftir styrkleika í þrjá sex liða flokka og fékk hvert þeirra svo tvo andstæðinga úr hverjum flokki, annan á heimavelli en hinn á útivelli. Glódís og Amanda glíma við meistarana Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem mætir báðum liðunum sem léku til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð, þegar Arsenal vann Barcelona. Hálfgerður martraðardráttur, ef svo má segja. Leikir Bayern: Arsenal (h), Barcelona (ú), Juventus (h), PSG (ú), Vålerenga (h), Atlético Madrid (ú). Hollenska liðið Twente, með Amöndu Andradóttur innanborðs, þarf að glíma við sjálfa Evrópumeistara Arsenal sem og Englandsmeistara Chelsea. Leikir Twente: Chelsea (h), Arsenal (ú), Real Madrid (h), Benfica (ú), Atlético Madrid (h), OH Leuven (ú). Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir fagna með liðsfélögum sínum eftir að hafa slegið út Ferencváros í Ungverjalandi í gær, og tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu.vísir/ÓskarÓ Sædís og Arna mæta Man. Utd og Bayern Norsku meistararnir í Vålerenga eru nú með tvo Íslendinga í sínu liði, því Sædís Rún Heiðarsdóttir fékk á dögunum Örnu Eiríksdóttur sem liðsfélaga. Þær mæta Bayern á útivelli og fá annan þýskan risa í heimsókn. Þá mæta þær einnig Manchester United sem er í fyrsta sinn með í aðalkeppni Meistaradeildar kvenna. Leikir Vålerenga: Wolfsburg (h), Bayern (ú), St. Pölten (h), Roma (ú), Paris FC (h), Manchester United (ú). Lokaumferðin í desember Með því að smella hér má sjá allan dráttinn. Leikjadagskráin verður klár á morgun en fyrstu leikir verða 7. og 8. október, og lokaumferðin 17. desember. Hér að neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag, sem gerðir voru út frá fyrri árangri liðanna. Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn Flokkur 1 Arsenal (ENG)Barcelona (SPÁ)Lyon (FRA)Chelsea (ENG)Bayern München (ÞÝS)Wolfsburg (ÞÝS) Flokkur 2 Paris Saint-Germain (FRA)Real Madrid (SPÁ)Juventus FC (ÍTA)Benfica (POR)Roma (ÍTA)St. Polten (AUS) Flokkur 3 FC Twente (HOL)Vålerenga (NOR)Paris FC (FRA)Manchester United (ENG)Atlético Madrid (SPÁ)OH Leuven (BEL)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira