„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2021 14:36 Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítala Vísir Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna. Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna.
Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01