44 ára gamall Brady hefur titilvörnina á sínu 22. tímabili í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:45 Brady og félagar fá Dallas Cowboys í heimsókn í nótt. Douglas P. DeFelice/Getty Images Tom Brady mun leiða NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers sem hefja titilvörn sína gegn Dallas Cowboys er nýtt tímabil vestanhafs hefst í kvöld. Brady hefur þar með sína 22. leiktíð í NFL-deildinni. Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira