Við erum orðin þreytt en munum ekki þagna Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar 9. september 2021 22:31 Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun