Fyrr í vikunni varð vinnuslys í Keflavík þegar eigandi líkamsræktarstöðvar féll úr stiga niður á steypt gólf. Hann var sömuleiðis fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem hann fann til eymsla.
Lögreglunni á Suðurnesjum barst einnig tilkynning í fyrradag vegna erlends ferðamanns sem hafði týnt dóttur sinni við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Stúlkan fannst heil á húfi um það bil 600 metrum fráþeim stað þar sem feðginin höfðu orðið viðskila.
Þá var ferðamaður stöðvaður með kannabisfræ í tveimur boxum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins í gær. Viðkomandi sagðist hafa keypt fræin í Amsterdam og að honum hefði eki verið kunnugt um að innflutningur þeirra væri ólöglegur.
Féllst hann á að afhenda fræin, sem verður eytt.