Tekst óstöðvandi Blikum að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda eða minna Íslandsmeistar Vals á sig? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2021 11:30 Valur vann viðureign liðanna á Hlíðarenda. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og Valur mætast í leik leikjanna á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrir leik eru Blikar með 41 stig á toppi Pepsi Max deildar karla á meðan Valur er í 3. sæti með 36 stig. Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira