Þótt framboðsfrestur hafi runnið út á hádeginu í dag þá er ekki víst að öll framboðin séu lögleg. Kjörstjórn á eftir að yfirfara framboðslistana en fjölmörg dæmi eru þess að framboðslistar hafi ekki uppfyllt skilyrði.
Flokkarnir sem bjóða fram í öllum kjördæmum eru flokkarnir átta sem eiga sæti á Alþingi auk Sósíalistaflokksins og Frjálslynda lýðræðisflokksins.
Í vikunni heltist Landsflokkurinn úr lestinni þar sem flokkurinn gleymdi að sækja um listabókstaf í tæka tíð.
Gengið verður til Alþingiskosninga þann 25. september.