Allt að 143 prósenta verðmunur í verðkönnun ASÍ Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 15:25 Bónus var oftast með lægstu verðin. Vísir/Vilhelm Bónus var oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru. Iceland var oftast með hæsta verðið. Bónus var með lægsta verðið í 94 tilvikum en Krónan næst oftast eða í 12 tilvikum. Iceland var með hæsta verðið í 44 tilvikum en Hagkaup næst oftast eða 39 sinnum, Fjarðarkaup 26 sinnum og Kjörbúðin í 24 tilvikum. Könnunin fór fram þann 8. september. Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni. Algengast var að munur á matvöru og öðrum heimilisvörum væri undir 20% eða í 48 tilfellum af 135 en í 24 tilvikum var yfir 60% verðmunur. Munaði mestu í frystivörum Mikill verðmunur var í flokki frystivara eða 38 til 143%. Mest var 143% munur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnum jarðarberjum en þá var lægsta verðið í Bónus eða 498 kr/kg en hæst í Heimkaup eða 1.209 kr/kg. Allt að 105% verðmunur var á brauð- og kornvöru og var mestur verðmunur á Jacob‘s tekexi eða 105%. Þar var verðið aftur lægst í Bónus og hæst í Heimkaup. Skoða má niðurstöður könnunarinnar hér fyrir neðan en hægt er að velja milli vöruflokka fyrir ofan töfluna. Kjöt- og fiskvörur vega þungt í vörukörfu margra og geta verið nokkuð dýrar í innkaupum en í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í þessum vöruflokki í könnuninni. Þannig var 69% eða 900 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum þorskbitum, lægst var verðið í Krónunni, 1.299 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 2.199 kr. Einnig var mikill verðmunur á lambakjöti eða 50% munur á hæsta og lægsta verði á heilu, frosnu og ókrydduðu lambalæri. Lægst var verðið í Bónus, 1.198 kr/kg, en hæst í Fjarðarkaupum, 1.798 kr/kg. Í könnuninni var hilluverð á 135 vörum skráð niður. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu var hann tekinn til greina. Nánar er fjallað um könnunina á vef ASÍ. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mosfellsbæ, Bónus Smáratorgi, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Að sögn verðlagseftirlits ASÍ er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Tengdar fréttir Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3. júní 2021 13:53 Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23. apríl 2021 13:47 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Bónus var með lægsta verðið í 94 tilvikum en Krónan næst oftast eða í 12 tilvikum. Iceland var með hæsta verðið í 44 tilvikum en Hagkaup næst oftast eða 39 sinnum, Fjarðarkaup 26 sinnum og Kjörbúðin í 24 tilvikum. Könnunin fór fram þann 8. september. Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni. Algengast var að munur á matvöru og öðrum heimilisvörum væri undir 20% eða í 48 tilfellum af 135 en í 24 tilvikum var yfir 60% verðmunur. Munaði mestu í frystivörum Mikill verðmunur var í flokki frystivara eða 38 til 143%. Mest var 143% munur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnum jarðarberjum en þá var lægsta verðið í Bónus eða 498 kr/kg en hæst í Heimkaup eða 1.209 kr/kg. Allt að 105% verðmunur var á brauð- og kornvöru og var mestur verðmunur á Jacob‘s tekexi eða 105%. Þar var verðið aftur lægst í Bónus og hæst í Heimkaup. Skoða má niðurstöður könnunarinnar hér fyrir neðan en hægt er að velja milli vöruflokka fyrir ofan töfluna. Kjöt- og fiskvörur vega þungt í vörukörfu margra og geta verið nokkuð dýrar í innkaupum en í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í þessum vöruflokki í könnuninni. Þannig var 69% eða 900 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum þorskbitum, lægst var verðið í Krónunni, 1.299 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 2.199 kr. Einnig var mikill verðmunur á lambakjöti eða 50% munur á hæsta og lægsta verði á heilu, frosnu og ókrydduðu lambalæri. Lægst var verðið í Bónus, 1.198 kr/kg, en hæst í Fjarðarkaupum, 1.798 kr/kg. Í könnuninni var hilluverð á 135 vörum skráð niður. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu var hann tekinn til greina. Nánar er fjallað um könnunina á vef ASÍ. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mosfellsbæ, Bónus Smáratorgi, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Að sögn verðlagseftirlits ASÍ er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Verðlag Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Tengdar fréttir Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3. júní 2021 13:53 Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23. apríl 2021 13:47 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Mikill munur á verði á sumarnámskeiðum hjá íþróttafélögum Heilmikill munur er á verði á þeim námskeiðum sem standa grunnskólabörnum til boða yfir sumartímann samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tímagjald fyrir íþrótta- og leikjanámskeið á Akureyri er 133 krónur á meðan gjaldið er þrisvar til fjórum sinnum hærra í Kópavogi. 3. júní 2021 13:53
Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. 23. apríl 2021 13:47