Úrskurður dómara í deilu Apple og Epic sagður mikið högg fyrir tæknirisann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2021 21:01 Deilan snýst um greiðslugáttir inn í App Store verslun Apple. Fabian Sommer/picture alliance via Getty Images) Dómari í máli tölvuleikjaframleiðandans Epic gegn bandaríska tæknirisanum Apple hefur úrskurðað að Apple megi ekki koma í veg fyrir að framleiðendur smáforrita beini notendum að öðrum greiðslugáttum en þeirri sem Apple býður upp á. Fréttamiðlar ytra slá því upp að úrskurðurinn sé mikið högg fyrir Apple. Upphaf málsins má rekja til þess að Apple taldi að Epic hefði brotið notendaskilmála sína þegar hugbúnaðarfyrirtækið tók upp eigið greiðslukerfi inni í tölvuleiknum Fortnite sem margir Iphone-notendur spila á símanum sínum. Apple krefst ekki aðeins að öll forrit séu seld í gegnum App Store, forritaverslun sína, heldur að hugbúnaðarfyrirtækin notist aðeins við greiðslukerfi þess þar sem Apple smyr 30 prósent þóknun ofan á verðið. Samkvæmt úrskurði dómarans er Apple nú ekki heimilt að krefja hugbúnaðarfyrirtækin um að notast við greiðslukerfi Apple. Apple bannaði Epic í App Store fyrir að hafa tekið upp eigið greiðslukerfi upp úr því spratt deilan. Epic stefndi Apple fyrir umdæmisdómstól í Kaliforníu í fyrra og sakaði tæknirisann um samkeppnisbrot. Stefnan byggir meðal annars á því að Apple misnoti vald sitt yfir hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit með notendaskilmálum sínum og greiðslukerfi og skaði þannig samkeppni á milli þeirra. Þá sakaði Epic Apple um að einoka markaðinn. Í frétt BBC segir að úrskurðurðinn sé „gríðarlegt högg“ fyrir Apple. Undir þetta er tekið í umfjöllun CNN þar sem úrskurðurinn er sagður vera „mikið högg“ fyrir Apple, enda græðir tæknirisinn á tá og fingri á App Store. Talið líklegt að báðir aðilar áfrýji Dómari í málinu úrskurðaði að með því að krefja fyrirtæki um að nota greiðslugátt Apple hefði fyrirtækið brotið gegn samkeppnislögum í Kaliforníu. Meinaði hún fyrirtækinu að halda uppteknum hætti. Þetta þýðir að framleiðendur smáforrita geta nú beint viðskiptavinum að öðrum greiðslugáttum, sem taka ekki jafn háa þóknun fyrir viðskiptin. Framleiðandi tölvuleiksins Fortnite vildi að Apple hætti að krefjast þess að öll snjallforrit séu seld í gegnum forritaverslunina App Store og að hugbúnaðarfyrirtæki verði að nota greiðslukerfi Apple.Vísir/EPA Dómarinn tók þó ekki undir þá kröfu Epic að hegðun Apple væri úrskurðuð sem ólögleg einokun. Þrátt fyrir að markaðshlutdeild Apple væri há og að tekjurnar væru miklar hefði Epic ekki tekið að sýna fram á að viðskiptahættir Apple væru ígildi einokunar. Í yfirlýsingu vegna málsins lagði Apple áherslu á þennan hluta niðurstöðu dómarans. Tim Sweeney, forstjóri Epic, virðist ekki vera ánægður með niðurstöðuna ef marka má tíst hans þar sem hann segir að úrskurðurinn sé hvorki sigur fyrir framleiðendur né neytendur. Today’s ruling isn't a win for developers or for consumers. Epic is fighting for fair competition among in-app payment methods and app stores for a billion consumers. https://t.co/cGTBxThnsP— Tim Sweeney (@TimSweeneyEpic) September 10, 2021 Í frétt BBC segir að líklegt sé að úrskurðinum verði áfrýjað, mögulega bæði af hálfu Apple og Epic. Apple Leikjavísir Tengdar fréttir Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins. 27. ágúst 2021 10:45 Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21. maí 2021 14:07 Málaferli sem gætu gerbreytt forritaverslun Apple Málflutningur á máli Epic, framleiðanda eins vinsælasta tölvuleiks í heimi, gegn tæknirisanum Apple hófst í gær með því að forstjóri Epic sakaði Apple um að hafa „öll völd“ yfir Iphone-símum. Epic sakar Apple um samkeppnisbrot og hafi það betur gæti Apple neyðst til þess að gerbreyta hvernig Iphone-eigendur nálgast snjallforrit. 4. maí 2021 09:06 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Upphaf málsins má rekja til þess að Apple taldi að Epic hefði brotið notendaskilmála sína þegar hugbúnaðarfyrirtækið tók upp eigið greiðslukerfi inni í tölvuleiknum Fortnite sem margir Iphone-notendur spila á símanum sínum. Apple krefst ekki aðeins að öll forrit séu seld í gegnum App Store, forritaverslun sína, heldur að hugbúnaðarfyrirtækin notist aðeins við greiðslukerfi þess þar sem Apple smyr 30 prósent þóknun ofan á verðið. Samkvæmt úrskurði dómarans er Apple nú ekki heimilt að krefja hugbúnaðarfyrirtækin um að notast við greiðslukerfi Apple. Apple bannaði Epic í App Store fyrir að hafa tekið upp eigið greiðslukerfi upp úr því spratt deilan. Epic stefndi Apple fyrir umdæmisdómstól í Kaliforníu í fyrra og sakaði tæknirisann um samkeppnisbrot. Stefnan byggir meðal annars á því að Apple misnoti vald sitt yfir hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit með notendaskilmálum sínum og greiðslukerfi og skaði þannig samkeppni á milli þeirra. Þá sakaði Epic Apple um að einoka markaðinn. Í frétt BBC segir að úrskurðurðinn sé „gríðarlegt högg“ fyrir Apple. Undir þetta er tekið í umfjöllun CNN þar sem úrskurðurinn er sagður vera „mikið högg“ fyrir Apple, enda græðir tæknirisinn á tá og fingri á App Store. Talið líklegt að báðir aðilar áfrýji Dómari í málinu úrskurðaði að með því að krefja fyrirtæki um að nota greiðslugátt Apple hefði fyrirtækið brotið gegn samkeppnislögum í Kaliforníu. Meinaði hún fyrirtækinu að halda uppteknum hætti. Þetta þýðir að framleiðendur smáforrita geta nú beint viðskiptavinum að öðrum greiðslugáttum, sem taka ekki jafn háa þóknun fyrir viðskiptin. Framleiðandi tölvuleiksins Fortnite vildi að Apple hætti að krefjast þess að öll snjallforrit séu seld í gegnum forritaverslunina App Store og að hugbúnaðarfyrirtæki verði að nota greiðslukerfi Apple.Vísir/EPA Dómarinn tók þó ekki undir þá kröfu Epic að hegðun Apple væri úrskurðuð sem ólögleg einokun. Þrátt fyrir að markaðshlutdeild Apple væri há og að tekjurnar væru miklar hefði Epic ekki tekið að sýna fram á að viðskiptahættir Apple væru ígildi einokunar. Í yfirlýsingu vegna málsins lagði Apple áherslu á þennan hluta niðurstöðu dómarans. Tim Sweeney, forstjóri Epic, virðist ekki vera ánægður með niðurstöðuna ef marka má tíst hans þar sem hann segir að úrskurðurinn sé hvorki sigur fyrir framleiðendur né neytendur. Today’s ruling isn't a win for developers or for consumers. Epic is fighting for fair competition among in-app payment methods and app stores for a billion consumers. https://t.co/cGTBxThnsP— Tim Sweeney (@TimSweeneyEpic) September 10, 2021 Í frétt BBC segir að líklegt sé að úrskurðinum verði áfrýjað, mögulega bæði af hálfu Apple og Epic.
Apple Leikjavísir Tengdar fréttir Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins. 27. ágúst 2021 10:45 Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21. maí 2021 14:07 Málaferli sem gætu gerbreytt forritaverslun Apple Málflutningur á máli Epic, framleiðanda eins vinsælasta tölvuleiks í heimi, gegn tæknirisanum Apple hófst í gær með því að forstjóri Epic sakaði Apple um að hafa „öll völd“ yfir Iphone-símum. Epic sakar Apple um samkeppnisbrot og hafi það betur gæti Apple neyðst til þess að gerbreyta hvernig Iphone-eigendur nálgast snjallforrit. 4. maí 2021 09:06 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins. 27. ágúst 2021 10:45
Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21. maí 2021 14:07
Málaferli sem gætu gerbreytt forritaverslun Apple Málflutningur á máli Epic, framleiðanda eins vinsælasta tölvuleiks í heimi, gegn tæknirisanum Apple hófst í gær með því að forstjóri Epic sakaði Apple um að hafa „öll völd“ yfir Iphone-símum. Epic sakar Apple um samkeppnisbrot og hafi það betur gæti Apple neyðst til þess að gerbreyta hvernig Iphone-eigendur nálgast snjallforrit. 4. maí 2021 09:06