Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 14:24 Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili verður skorið niður vegna riðu. Vísir/Vilhelm Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“ Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“
Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira