Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Óttast er að riða hafi náð að breiðast út í Skagafirði. Riðuveiki greindist á bænum Syðra-Skörðugili í gær og þarf að skera allt féð niður. 

Þess var minnst í dag að tuttugu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin hinn 11. september 2001. 

Eldgosið í Geldingadölum tók að lifna við í dag eftir rúmlega viku dvala. Við ræðum við eldfjallafræðing og útivistarkappa sem var staddur við eldgosið þegar það tók kipp. Og við hittum fyrir 98 ára gamlan húsbílaeiganda sem er staddur í Þorlákshöfn í síðustu útilegu Félags húsbílaeigenda í sumar. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×