Dagurinn opnar klukkan 11 þegar að BMW meistaramótið fer af stað á Stöð 2 Golf.
Klukkan 11:55 hefst svo leikur Kristianstad og Linköping í sænsku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport 3. Íslenskar konur í eldlínunni þar.
Þá verður leikur Nottingaham Forest og Cardiff sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 13:25.
Íslensku deildirnar eru á sínum stað. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Pepsi Max deild kvenna er sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 13:50.
Aðrir leikir í Pepsi Max deild kvenna eru sýndir á stod2.is og Pepsi Max mörkin strax í kjölfarið á Stöð 2 Sport klukkan 16:30.
NFL Deildin er farin af stað og í dag verða sýndir tveir leikir. Fyrri leikurinn er viðureign Buffalo Bills og Pittsburg Steelers þar sem TJ Watt, tengdasonur Íslands, verður í eldlínunni og hefst sá leikur klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 2. Síðari leikurinn er leikur Kansas City Chiefs og Cleveland Browns klukkan 20:25 en þar ber áhorfendum kostur að sjá töframanninn Patrick Mahomes að störfum.