500 megi koma saman og opnunartími skemmtistaða lengist Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 18:31 Þórólfur skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í gær. vísir/sigurjón Sóttvarnalæknir leggur til talsverðar tilslakanir á öllum samkomutakmörkunum innanlands í minnisblaði sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur. „Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira