Bayern mætir á Camp Nou | Sárin eftir 8-2 leikinn ekki enn gróin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2021 07:01 Tekst Börsungum að hefna fyrir tapið frá 14. ágúst 2020? Rafael Marchante/Getty Images Meistaradeild Evrópu karla megin rúllar af stað í kvöld. Stærsti leikur kvöldsins er án efa viðureign Barcelona og Bayern München. Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn