Bayern mætir á Camp Nou | Sárin eftir 8-2 leikinn ekki enn gróin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2021 07:01 Tekst Börsungum að hefna fyrir tapið frá 14. ágúst 2020? Rafael Marchante/Getty Images Meistaradeild Evrópu karla megin rúllar af stað í kvöld. Stærsti leikur kvöldsins er án efa viðureign Barcelona og Bayern München. Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira