Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2021 12:14 Núverandi ríkisstjórn fengi samanlagt einungis 29 þingmenn ef kosið væri nú, miðað við könnun Maskínu. infogram Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. Samkvæmt Maskínukönnuninni fyrir fréttastofuna tapar Sjálfstæðisflokkurinn töluverðu fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 21 prósenta fylgi og fengi fjórtán þingmenn og tapaði tveimur frá síðustu kosningum. Vinstri græn mælast nú með 11,5 prósent og fengju sjö þingmenn, töpuðu fjórum frá kosningunum 2017 þegar flokkurinn fékk ellefu þingmenn kjörna en tveir þingmenn yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn fengi 12 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu og átta þingmenn kjörna sama fjölda og í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason næði ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því aðeins 29 þingmenn en þeir eru með þrjátíu og þrjá þingmenn í dag eftir brottför tveggja þingmanna Vinstri grænna. Samfylkingin er í sókn og mælist með 14,6 prósent og fengi 9 þingmenn. Píratar mælast með 13,3 prósent og níu þingmenn og ná inn þingmönnum í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Viðreisn fengi 12,3 prósenta fylgi og átta þingmenn í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn myndi bíða afhroð ef úrslit kosninganna yrðu eins og í könnun Maskínu. Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fengi 5,5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Þeirra á meðal formann flokksins. Flokkur fólksins næði inn einum manni í Suðurkjördæmi. Þannig myndi Inga Sæland formaður flokksins ekki ná kjöri í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,1 prósent atkvæða. Flokkurinn fengi fjóra þingmenn þar af tvo uppbótarþingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kemst varla á blað með 0,1 prósenta fylgi og þar af leiðandi engan þingmann. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samkvæmt Maskínukönnuninni fyrir fréttastofuna tapar Sjálfstæðisflokkurinn töluverðu fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 21 prósenta fylgi og fengi fjórtán þingmenn og tapaði tveimur frá síðustu kosningum. Vinstri græn mælast nú með 11,5 prósent og fengju sjö þingmenn, töpuðu fjórum frá kosningunum 2017 þegar flokkurinn fékk ellefu þingmenn kjörna en tveir þingmenn yfirgáfu þingflokkinn á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn fengi 12 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu og átta þingmenn kjörna sama fjölda og í síðustu kosningum. Ásmundur Einar Daðason næði ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir því aðeins 29 þingmenn en þeir eru með þrjátíu og þrjá þingmenn í dag eftir brottför tveggja þingmanna Vinstri grænna. Samfylkingin er í sókn og mælist með 14,6 prósent og fengi 9 þingmenn. Píratar mælast með 13,3 prósent og níu þingmenn og ná inn þingmönnum í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Viðreisn fengi 12,3 prósenta fylgi og átta þingmenn í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn myndi bíða afhroð ef úrslit kosninganna yrðu eins og í könnun Maskínu. Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fengi 5,5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Þeirra á meðal formann flokksins. Flokkur fólksins næði inn einum manni í Suðurkjördæmi. Þannig myndi Inga Sæland formaður flokksins ekki ná kjöri í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,1 prósent atkvæða. Flokkurinn fengi fjóra þingmenn þar af tvo uppbótarþingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kemst varla á blað með 0,1 prósenta fylgi og þar af leiðandi engan þingmann.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira