Íslendingur á leið á norska Stórþingið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. september 2021 14:01 Hinn hálf íslenski Mímir Kristjánsson er á leið inn á norska stórþingið fyrir Rauða- flokkinn. Vísir Rauði flokkurinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum vann stórsigur í þingkosningunum í Noregi í gær. Flokkurinn fékk átta menn kjörna en fékk einn í síðustu kosningum. Meðal þeirra sem var kosinn í gær er hálfíslenskur karlmaður búsettur í Stafangri. Vinstri blokkinn hlaut hundrað þingsæti í norsku þingkosningunum í gær en hægri blokkin 68. Verkamannaflokkurinn er sá fjölmennasti á þingi með 48 þingmenn. Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkinn í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í gærkvöldi. Þar með er átta ára tíð Ernu Solberg á enda og ljóst að vinstri flokkar taka við stjórnartaumunum. Vinstri blokkinn samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Græningjum og Rauða flokknum. Á íslenskan föður Hinn hálfíslenski Mímir Kristjánsson sem er búsettur í Stavangri er á leið á þing eftir sigur Rauða flokksins í gær. Faðir hans er íslenskur og móðir hans norsk. Hann hefur ávallt búið í Noregi en talar ágæta íslensku. Mímir sem er rithöfundur og blaðamaður var í fyrsta sæti fyrir Rauða flokkinn í Rogalandi sem er í Vestur-Noregi. „Við fengum 4,7 prósent atkvæða og átta menn kjörna á norska stórþingið sem er stórsigur fyrir Rauða flokkinn en við vorum með einn mann á þingi fyrir þessar kosningar. Það er mikil vinstri hreyfing í Noregi um þessar mundir, fólk er búið að fá nóg af því að hinir ríku verði sífellt ríkari og þeir fátæku fátækari eins og hefur verið tilhneiging í stjórnartíð Ernu Solberg. Almenningur vill breyta þessu,“ segir Mímir. Velferðarmálin Mímir telur að hann sé fyrsti Íslendingurinn sem fer á norska stórþingið. Hann segir að sín helstu baráttumál verði velferðarmál. „Það þarf að huga betur að heilbrigðismálum og félagsmálum og ég mun berjast fyrir þessum málaflokkum,“ segir Mímir. Aðspurður um hvort norski olíusjóðurinn og málefni hans séu á stefnuskrá Rauða flokksins segir Mímir: Hallo! pic.twitter.com/hoTLphq1BI— Mímir Kristjánsson (@mimirk) September 13, 2021 „Það er auðvitað ekki hægt að stöðva framleiðslu á olíu á morgun en Noregur þarf á einhverjum tímapunkti að hætta að leggja áherslu á olíuleit og framleiðslu. Það er bara tímaspursmál hvenær það verður,“ segir Mímir. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir úrslitin í Noregi sýna ákveðið óþol eftir langa stjórnarsetu hægri afla. Eiríkur Bergmann stjórmálafræðiprófessor, Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta séu nú bara einfaldar flekahreyfingar. Hægri stjórnin hefur verið lengi við völd, sumir hafa sagt að hún sé all verulega til hægri. Nútíminn er bara þannig að stjórnmálin sveiflast meira en áður. Þannig að það var komið ákveðið óþol í garð ríkjandi stjórnvalda. Það er grunnurinn í þessu en svo má auðvitað týna til fjölmörg mál eins og umhverfismál sem hafa verið að koma mikið inn. Efnahagsmál eru að koma inn sem sterkari átakalína en oft áður. Þá hefur faraldurinn komið sterkt inn eins og alls staðar annars staðar,“ segir Eiríkur. Svar Eiríks er eindregið þegar hann er spurður um hvort þetta gefi einhverjar vísbendingar um hvernig fer hér á landi þann 25. september: „Nei.“ Noregur Íslendingar erlendis Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. 13. september 2021 15:25 Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. 13. september 2021 22:40 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Vinstri blokkinn hlaut hundrað þingsæti í norsku þingkosningunum í gær en hægri blokkin 68. Verkamannaflokkurinn er sá fjölmennasti á þingi með 48 þingmenn. Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkinn í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í gærkvöldi. Þar með er átta ára tíð Ernu Solberg á enda og ljóst að vinstri flokkar taka við stjórnartaumunum. Vinstri blokkinn samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Græningjum og Rauða flokknum. Á íslenskan föður Hinn hálfíslenski Mímir Kristjánsson sem er búsettur í Stavangri er á leið á þing eftir sigur Rauða flokksins í gær. Faðir hans er íslenskur og móðir hans norsk. Hann hefur ávallt búið í Noregi en talar ágæta íslensku. Mímir sem er rithöfundur og blaðamaður var í fyrsta sæti fyrir Rauða flokkinn í Rogalandi sem er í Vestur-Noregi. „Við fengum 4,7 prósent atkvæða og átta menn kjörna á norska stórþingið sem er stórsigur fyrir Rauða flokkinn en við vorum með einn mann á þingi fyrir þessar kosningar. Það er mikil vinstri hreyfing í Noregi um þessar mundir, fólk er búið að fá nóg af því að hinir ríku verði sífellt ríkari og þeir fátæku fátækari eins og hefur verið tilhneiging í stjórnartíð Ernu Solberg. Almenningur vill breyta þessu,“ segir Mímir. Velferðarmálin Mímir telur að hann sé fyrsti Íslendingurinn sem fer á norska stórþingið. Hann segir að sín helstu baráttumál verði velferðarmál. „Það þarf að huga betur að heilbrigðismálum og félagsmálum og ég mun berjast fyrir þessum málaflokkum,“ segir Mímir. Aðspurður um hvort norski olíusjóðurinn og málefni hans séu á stefnuskrá Rauða flokksins segir Mímir: Hallo! pic.twitter.com/hoTLphq1BI— Mímir Kristjánsson (@mimirk) September 13, 2021 „Það er auðvitað ekki hægt að stöðva framleiðslu á olíu á morgun en Noregur þarf á einhverjum tímapunkti að hætta að leggja áherslu á olíuleit og framleiðslu. Það er bara tímaspursmál hvenær það verður,“ segir Mímir. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir úrslitin í Noregi sýna ákveðið óþol eftir langa stjórnarsetu hægri afla. Eiríkur Bergmann stjórmálafræðiprófessor, Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta séu nú bara einfaldar flekahreyfingar. Hægri stjórnin hefur verið lengi við völd, sumir hafa sagt að hún sé all verulega til hægri. Nútíminn er bara þannig að stjórnmálin sveiflast meira en áður. Þannig að það var komið ákveðið óþol í garð ríkjandi stjórnvalda. Það er grunnurinn í þessu en svo má auðvitað týna til fjölmörg mál eins og umhverfismál sem hafa verið að koma mikið inn. Efnahagsmál eru að koma inn sem sterkari átakalína en oft áður. Þá hefur faraldurinn komið sterkt inn eins og alls staðar annars staðar,“ segir Eiríkur. Svar Eiríks er eindregið þegar hann er spurður um hvort þetta gefi einhverjar vísbendingar um hvernig fer hér á landi þann 25. september: „Nei.“
Noregur Íslendingar erlendis Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. 13. september 2021 15:25 Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. 13. september 2021 22:40 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. 13. september 2021 15:25
Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. 13. september 2021 22:40