FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2021 07:58 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafa deilt um iðgjöld tryggingafélaga og/eða vátryggingamarkaðinn síðustu daga. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. Fréttablaðið segir frá þessu og hefur eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur skrifaði fyrst grein á Vísi þar sem hann sakaði tryggingafélögin um okur og að sitja á sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld. Á sama tíma hafi umferðaslysum og slösuðum fækkað og sagði Runólfur á að iðgjöld hér á landi væru tvöfalt hætti en tíðkist á hinum Norðurlöndunum. Verið væri að brjóta á neytendum. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, svaraði grein Runólfs á sama vettvangi þar sem hún sakaði Runólf um einhliða umfjöllun og „gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti“ í máli sínu. Sagði hún ekki rétt að einblína á vísitölu neysluverðs í þessu sambandi þar sem hún mæli „breytingar á heildarverðlagi allra hluta í þjóðfélaginu og eðlilegt er að undirliðir þar breytist ekki með sama hætti og vísitalan sjálf“. Sakar Katrínu um að hafa brotið eigin reglur Í Fréttablaðinu í dag segir að FÍB vilji meina að með skrifum sínum hafi Katrín verið að brotið eigin reglur SFF. Á heimasíðu félagsins segi að SFF sé óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna og geti slíkt falið í sér sjálfstætt brot á samkeppnislögum. Taki þetta meðal annars til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör. Katrín hafði áður sagt við blaðið að í grein sinni hafi hún verið að fjalla um vátryggingamarkaðinn en ekki sjálf félögin. Samkeppnismál Tryggingar Neytendur Bílar Tengdar fréttir FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Fréttablaðið segir frá þessu og hefur eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur skrifaði fyrst grein á Vísi þar sem hann sakaði tryggingafélögin um okur og að sitja á sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld. Á sama tíma hafi umferðaslysum og slösuðum fækkað og sagði Runólfur á að iðgjöld hér á landi væru tvöfalt hætti en tíðkist á hinum Norðurlöndunum. Verið væri að brjóta á neytendum. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, svaraði grein Runólfs á sama vettvangi þar sem hún sakaði Runólf um einhliða umfjöllun og „gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti“ í máli sínu. Sagði hún ekki rétt að einblína á vísitölu neysluverðs í þessu sambandi þar sem hún mæli „breytingar á heildarverðlagi allra hluta í þjóðfélaginu og eðlilegt er að undirliðir þar breytist ekki með sama hætti og vísitalan sjálf“. Sakar Katrínu um að hafa brotið eigin reglur Í Fréttablaðinu í dag segir að FÍB vilji meina að með skrifum sínum hafi Katrín verið að brotið eigin reglur SFF. Á heimasíðu félagsins segi að SFF sé óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna og geti slíkt falið í sér sjálfstætt brot á samkeppnislögum. Taki þetta meðal annars til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör. Katrín hafði áður sagt við blaðið að í grein sinni hafi hún verið að fjalla um vátryggingamarkaðinn en ekki sjálf félögin.
Samkeppnismál Tryggingar Neytendur Bílar Tengdar fréttir FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47