Hver ferðamaður eyðir þrisvar sinnum meira en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. september 2021 13:01 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF segir ánægjulegt að ferðamenn bæði dvelja lengur og eyða meiru en áður hér á landi. Vísir Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þrefalt hærri á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Formaður SAF segir afar ánægjulegt að sjá að ferðamenn séu að dvelja lengur hér á landi og eyða meiru en áður. Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira