Nýliðarnir byrja á sigri | Bellingham frábær í Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 18:40 Jude Bellingham fór mikinn í Tyrklandi í kvöld. Alex Grimm/Getty Images Fyrstu tveimur leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Sheriff Tiraspol er í fyrsta sinn að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hóf liðið veru sína með 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk. Þá vann Borussia Dortmund 2-1 útisigur á Besiktas í Tyrklandi. Í Tiraspol voru það heimamenn í Sheriff sem voru mun betri aðilinn í leik dagsins. Adama Traore kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri strax á 16. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik tvöfaldaði varamaðurinn Momo Yansane forystu heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf Cristiano. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Cristiano has provided more assists (2) than any other player in the Champions League so far this season.No, not that one. pic.twitter.com/I3vy27E1Lu— Squawka Football (@Squawka) September 15, 2021 Ásamt Sheriff og Shakhtar eru stórlið Real Madríd og Inter Milan í D-riðli. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim vegnar er þau mæta til Tiraspol. Í C-riðli áttust við Besiktas og Borussia Dortmund. Segja má að gestirnir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Enski táningurinn Jude Bellingham kom gestunum frá Þýskalandi yfir á 20. mínútu leiksins. Youngest players to score in consecutive Champions League games: Kylian Mbappe - 18 years and 85 days oldJude Bellingham - 18 years and 78 days oldEsteemed company #UCL pic.twitter.com/SOrHAjrzrc— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 15, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks lagði hann svo upp annað mark liðsins en Norðmaðurinn Erling Braut Håland sá um að koma knettinum í netið. Staðan því 2-0 í hálfleik og var hún enn 2-0 er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Francisco Montero fyrir heimamenn en nær komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 Dortmund í vil. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Sheriff Tiraspol er í fyrsta sinn að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hóf liðið veru sína með 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk. Þá vann Borussia Dortmund 2-1 útisigur á Besiktas í Tyrklandi. Í Tiraspol voru það heimamenn í Sheriff sem voru mun betri aðilinn í leik dagsins. Adama Traore kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri strax á 16. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik tvöfaldaði varamaðurinn Momo Yansane forystu heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf Cristiano. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Cristiano has provided more assists (2) than any other player in the Champions League so far this season.No, not that one. pic.twitter.com/I3vy27E1Lu— Squawka Football (@Squawka) September 15, 2021 Ásamt Sheriff og Shakhtar eru stórlið Real Madríd og Inter Milan í D-riðli. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim vegnar er þau mæta til Tiraspol. Í C-riðli áttust við Besiktas og Borussia Dortmund. Segja má að gestirnir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Enski táningurinn Jude Bellingham kom gestunum frá Þýskalandi yfir á 20. mínútu leiksins. Youngest players to score in consecutive Champions League games: Kylian Mbappe - 18 years and 85 days oldJude Bellingham - 18 years and 78 days oldEsteemed company #UCL pic.twitter.com/SOrHAjrzrc— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 15, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks lagði hann svo upp annað mark liðsins en Norðmaðurinn Erling Braut Håland sá um að koma knettinum í netið. Staðan því 2-0 í hálfleik og var hún enn 2-0 er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Francisco Montero fyrir heimamenn en nær komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 Dortmund í vil. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira