Grímuskylda í leikskólum borgarinnar að minnsta kosti fram að mánaðamótum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2021 09:32 Grímuskylda verður áfram í gildi á leikskólum Reykjavíkurborgar, að minnsta kosti fram að mánaðamótum. Vísir/Vilhelm Ákveðið var á fundi hjá Reykjavíkurborg í morgun að viðhalda og ítreka grímuskyldu í leik- og grunnskólum borgarinnar fram að mánaðamótum. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að flestir þeir sem sæta einangrun þessa dagana eru börn á yngsta og miðstigi grunnskóla. Þetta sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi rétt í þessu. „Þetta verður endurskoðað um mánaðamótin í ljósi þess hvað þessar afléttingar núna bera í skauti sér. Og þá verður bólusetning unglinga komin í fulla virkni þannig að við gerum ráð fyrir afléttingum fyrir unglingastigið,“ segir hann. Helgi segir borgaryfirvöld meðvituð um að nú sé aðlögun í fullum gangi á leikskólunum en aðstæður séu víða þannig að ef foreldrar séu að dvelja langdvölum inni á leikskólunum sé ekki hægt að tryggja framfylgni við sóttvarnareglur. Hann bendir á að samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknir og reglugerð heilbrigðisráðherra þá sé ennþá grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja metra fjarlægð milli einstaklinga. „Í staðinn fyrir að meta aðstæður í hverju og einu húsi þá höfum við þetta að meginreglu að fyrri viðmið um grímuskyldu séu virt,“ segir Helgi. Sama gildi um foreldra með börn í aðlögun og foreldra sem eru að koma með börnin og/eða sækja þau. Helgi segir að þrátt fyrir að börn verði yfirleitt lítið veik í kjölfar kórónuveirusmits, þá snúist þetta um að standa vörð um þau. „Hvort sem um er að ræða sýnatöku, sóttkví eða einangrun þá vita allir foreldrar að þetta er mjög erfitt fyrir börnin. Og nú er vissulega unglingur sem liggur inni á spítala vegna Covid og það er áminning til okkar um að við erum stödd á þeim stað að það eru börnin sem eru helst að smitast og að á komandi dögum þurfum við að sýna ögn meira aðhald gagnvart börnunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Þetta sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi rétt í þessu. „Þetta verður endurskoðað um mánaðamótin í ljósi þess hvað þessar afléttingar núna bera í skauti sér. Og þá verður bólusetning unglinga komin í fulla virkni þannig að við gerum ráð fyrir afléttingum fyrir unglingastigið,“ segir hann. Helgi segir borgaryfirvöld meðvituð um að nú sé aðlögun í fullum gangi á leikskólunum en aðstæður séu víða þannig að ef foreldrar séu að dvelja langdvölum inni á leikskólunum sé ekki hægt að tryggja framfylgni við sóttvarnareglur. Hann bendir á að samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknir og reglugerð heilbrigðisráðherra þá sé ennþá grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja metra fjarlægð milli einstaklinga. „Í staðinn fyrir að meta aðstæður í hverju og einu húsi þá höfum við þetta að meginreglu að fyrri viðmið um grímuskyldu séu virt,“ segir Helgi. Sama gildi um foreldra með börn í aðlögun og foreldra sem eru að koma með börnin og/eða sækja þau. Helgi segir að þrátt fyrir að börn verði yfirleitt lítið veik í kjölfar kórónuveirusmits, þá snúist þetta um að standa vörð um þau. „Hvort sem um er að ræða sýnatöku, sóttkví eða einangrun þá vita allir foreldrar að þetta er mjög erfitt fyrir börnin. Og nú er vissulega unglingur sem liggur inni á spítala vegna Covid og það er áminning til okkar um að við erum stödd á þeim stað að það eru börnin sem eru helst að smitast og að á komandi dögum þurfum við að sýna ögn meira aðhald gagnvart börnunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira