Grímuskylda í leikskólum borgarinnar að minnsta kosti fram að mánaðamótum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2021 09:32 Grímuskylda verður áfram í gildi á leikskólum Reykjavíkurborgar, að minnsta kosti fram að mánaðamótum. Vísir/Vilhelm Ákveðið var á fundi hjá Reykjavíkurborg í morgun að viðhalda og ítreka grímuskyldu í leik- og grunnskólum borgarinnar fram að mánaðamótum. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að flestir þeir sem sæta einangrun þessa dagana eru börn á yngsta og miðstigi grunnskóla. Þetta sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi rétt í þessu. „Þetta verður endurskoðað um mánaðamótin í ljósi þess hvað þessar afléttingar núna bera í skauti sér. Og þá verður bólusetning unglinga komin í fulla virkni þannig að við gerum ráð fyrir afléttingum fyrir unglingastigið,“ segir hann. Helgi segir borgaryfirvöld meðvituð um að nú sé aðlögun í fullum gangi á leikskólunum en aðstæður séu víða þannig að ef foreldrar séu að dvelja langdvölum inni á leikskólunum sé ekki hægt að tryggja framfylgni við sóttvarnareglur. Hann bendir á að samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknir og reglugerð heilbrigðisráðherra þá sé ennþá grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja metra fjarlægð milli einstaklinga. „Í staðinn fyrir að meta aðstæður í hverju og einu húsi þá höfum við þetta að meginreglu að fyrri viðmið um grímuskyldu séu virt,“ segir Helgi. Sama gildi um foreldra með börn í aðlögun og foreldra sem eru að koma með börnin og/eða sækja þau. Helgi segir að þrátt fyrir að börn verði yfirleitt lítið veik í kjölfar kórónuveirusmits, þá snúist þetta um að standa vörð um þau. „Hvort sem um er að ræða sýnatöku, sóttkví eða einangrun þá vita allir foreldrar að þetta er mjög erfitt fyrir börnin. Og nú er vissulega unglingur sem liggur inni á spítala vegna Covid og það er áminning til okkar um að við erum stödd á þeim stað að það eru börnin sem eru helst að smitast og að á komandi dögum þurfum við að sýna ögn meira aðhald gagnvart börnunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi rétt í þessu. „Þetta verður endurskoðað um mánaðamótin í ljósi þess hvað þessar afléttingar núna bera í skauti sér. Og þá verður bólusetning unglinga komin í fulla virkni þannig að við gerum ráð fyrir afléttingum fyrir unglingastigið,“ segir hann. Helgi segir borgaryfirvöld meðvituð um að nú sé aðlögun í fullum gangi á leikskólunum en aðstæður séu víða þannig að ef foreldrar séu að dvelja langdvölum inni á leikskólunum sé ekki hægt að tryggja framfylgni við sóttvarnareglur. Hann bendir á að samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknir og reglugerð heilbrigðisráðherra þá sé ennþá grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja metra fjarlægð milli einstaklinga. „Í staðinn fyrir að meta aðstæður í hverju og einu húsi þá höfum við þetta að meginreglu að fyrri viðmið um grímuskyldu séu virt,“ segir Helgi. Sama gildi um foreldra með börn í aðlögun og foreldra sem eru að koma með börnin og/eða sækja þau. Helgi segir að þrátt fyrir að börn verði yfirleitt lítið veik í kjölfar kórónuveirusmits, þá snúist þetta um að standa vörð um þau. „Hvort sem um er að ræða sýnatöku, sóttkví eða einangrun þá vita allir foreldrar að þetta er mjög erfitt fyrir börnin. Og nú er vissulega unglingur sem liggur inni á spítala vegna Covid og það er áminning til okkar um að við erum stödd á þeim stað að það eru börnin sem eru helst að smitast og að á komandi dögum þurfum við að sýna ögn meira aðhald gagnvart börnunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira