Framtíðarráðuneyti? Kristján Örn Kjartansson skrifar 17. september 2021 07:31 Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Verkefnin eru mjög fjölbreytt því það þarf að hanna nýjar samgöngur og horfa til orkuskipta, efla lýðheilsu og heilbrigði með snjallri hönnuðn og notendavænum lausnum, þróa og hanna umhverfisvæn efni í byggingariðnaði, hanna og skapa öfluga innviði sem þjóna notendum. Það þarf að endurhanna þjónustu og setja mannfólk í öndvegi í tækniþróun, efla umhverfisvæna vöru- og fatahönnun og vinna að eflingu og lausna sem styðja hringrásarhagkerfið. Öll þessi verkefni munu, og eru þegar, að skapa fullt af nýjum og áhugaverðum störfum í stað þeirra sem hverfa með tækniþróun og úreldingu gamalla aðferða. Öflugasta leiðin til breytinga er að beita þverfaglegri nálgun, snúa hlutum á hvolf og horfa á þá frá öðru sjónarhorni, þar sem umhverfið, lífsgæði, jafnræði og mannlíf er í forgrunni. Um leið verður að huga að um hagsæld og verðmætasköpun og leita jafnvægis milli ólíkra áherslna. Hönnuðir og arkitektar mennta sig að vinna í síbreytilegu samfélagi og leysa áskoranir framtíðarinnar. Nám hönnuða hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er í fremstu listaháskólum hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir samtímans. Lausnir eru skoðaðar frá mörgum og ólíkum sjónarhornum og mannlíf og umhverfi sett í öndvegi um leið og lögð er áhersla á gæði, endingu og hagkvæmni. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi síðustu 10 ár og a.m.k aðrir 500 munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun og fegurð. Samfélagið þarf að gefa þessu unga fólki tækifæri til að nýta þekkingu sína á ólíkum sviðum atvinnulífs. Við lögum ekki vandamálin með sömu aðferðum og bjuggu þau til. Hönnuðir og arkitektar búa yfir þekkingu til að þróa nýjar aðferðir og áherslur við undirbúning, ákvarðanatöku og framkvæmd. Í aðdraganda kosninga þá látum við okkur dreyma. Á stefnumóti hönnuða og arkitekta í júní komu fram margar frábærar hugmyndir og lausnir, sem snúast um þær áskoranir sem allur heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ein hugmyndin var stofnun framtíðarráðuneytis. Kannski liggur lausnin einmitt þar – í ráðuneyti framtíðar sem vinnur að framtíðarlausnum samfélagsins þvert á önnur ráðuneyti með hönnun, hugvit, nýsköpun, umhverfi, gæði, endingu og ný störf að leiðarljósi? Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Tíska og hönnun Stjórnsýsla Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Verkefnin eru mjög fjölbreytt því það þarf að hanna nýjar samgöngur og horfa til orkuskipta, efla lýðheilsu og heilbrigði með snjallri hönnuðn og notendavænum lausnum, þróa og hanna umhverfisvæn efni í byggingariðnaði, hanna og skapa öfluga innviði sem þjóna notendum. Það þarf að endurhanna þjónustu og setja mannfólk í öndvegi í tækniþróun, efla umhverfisvæna vöru- og fatahönnun og vinna að eflingu og lausna sem styðja hringrásarhagkerfið. Öll þessi verkefni munu, og eru þegar, að skapa fullt af nýjum og áhugaverðum störfum í stað þeirra sem hverfa með tækniþróun og úreldingu gamalla aðferða. Öflugasta leiðin til breytinga er að beita þverfaglegri nálgun, snúa hlutum á hvolf og horfa á þá frá öðru sjónarhorni, þar sem umhverfið, lífsgæði, jafnræði og mannlíf er í forgrunni. Um leið verður að huga að um hagsæld og verðmætasköpun og leita jafnvægis milli ólíkra áherslna. Hönnuðir og arkitektar mennta sig að vinna í síbreytilegu samfélagi og leysa áskoranir framtíðarinnar. Nám hönnuða hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er í fremstu listaháskólum hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir samtímans. Lausnir eru skoðaðar frá mörgum og ólíkum sjónarhornum og mannlíf og umhverfi sett í öndvegi um leið og lögð er áhersla á gæði, endingu og hagkvæmni. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi síðustu 10 ár og a.m.k aðrir 500 munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun og fegurð. Samfélagið þarf að gefa þessu unga fólki tækifæri til að nýta þekkingu sína á ólíkum sviðum atvinnulífs. Við lögum ekki vandamálin með sömu aðferðum og bjuggu þau til. Hönnuðir og arkitektar búa yfir þekkingu til að þróa nýjar aðferðir og áherslur við undirbúning, ákvarðanatöku og framkvæmd. Í aðdraganda kosninga þá látum við okkur dreyma. Á stefnumóti hönnuða og arkitekta í júní komu fram margar frábærar hugmyndir og lausnir, sem snúast um þær áskoranir sem allur heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ein hugmyndin var stofnun framtíðarráðuneytis. Kannski liggur lausnin einmitt þar – í ráðuneyti framtíðar sem vinnur að framtíðarlausnum samfélagsins þvert á önnur ráðuneyti með hönnun, hugvit, nýsköpun, umhverfi, gæði, endingu og ný störf að leiðarljósi? Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun