Endurtók magnað afrek frá 2013 nema nú sem þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 09:01 Ekki fyrsti verðlaunapeningurinn sem Sigurvin vinnur á ferli sínum. Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin Ólafsson varð á sínum tíma fimm sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, KR og FH. Undir lok ferilsins hjálpaði hann svo Knattspyrnufélagi Vesturbæjar, KV, að komast upp í næstefstu deild. Í gær endurtók hann leikinn, nú sem þjálfari liðsins. KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira