Tinna skoraði fimmtán stig í leiknum og var með 60 prósent skotnýtingu úr þriggja stiga skotum.
„Já, ég er nokkuð ánægð með eigin frammistöðu. Þetta var líka rosalega flott liðsframmistaða.“
„Ég veit ekki hvort þetta Haukalið sé miklu betra en liðið á síðustu leiktíð en þetta er mjög, mjög gott lið. Mér var tekið rosalega vel þegar ég kom sem er gaman. Það er mjög gaman að byrja þetta með bikarmeistaratitli,“ sagði Tinna sem gekk í raðir Hauka nú í sumar.
Hvað gefur þetta ykkur fyrir komandi Evrópuleiki?
„Þetta gefur okkur meira sjálfstraust og við erum tilbúnar að taka slaginn þar.“
„Ég held ekki, ég held að við séum miklu betri,“ sagði Tinna að lokum aðspurð út í ummæli Dagnýjar Lísu Davíðsdóttur, vildi hún meina að Fjölnir væru betra lið en Haukar.