Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 22:25 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið. Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira