Sara Björk um markið í úrslitum Meistaradeildar Evrópu: „Hugsaði að þetta væri allt frekar óraunverulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 22:31 Sara Björk fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir rúmlega ári síðan. Alex Caparros/Getty Images Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkennir að hún hafi horft á markið sem hún skoraði í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmlega ári töluvert oftar en einu sinni. Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira