Tryggði dísætan sigur með heljarstökki eftir afar dökkt útlit Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 07:31 Lamar Jackson með sendingu á Marquise Brown sem skoraði snertimark í þriðja leikhluta. Getty/Todd Olszewski Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs urðu að sætta sig við 36-35 tap gegn Baltimore Ravens í gær þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 35-24. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira