Simmi Vill skammar Matartips-ara fyrir óvægna gagnrýni Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2021 10:20 Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður lætur sig ekki muna um að hoppa korklaus út í djúpu laugina og skamma óvægna sjálfskipaða matarkrítíkera á netinu. vísir/vilhelm Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segir að umræða á Matartips geti farið út í óuppbyggilegar upphrópanir með ófyrirséðum afleiðingum, þeim að veitingastaðir geti hreinlega farið á hausinn. Matartips er, eins og nafnið gefur til kynna, hópur á Facebook þar sem matur er til umfjöllunar. Þar er spjallað ýmsar hliðar á matargerð og sagður kostur og löstur á ýmsum veitingastöðum. Meðlimir eru 47,4 þúsund talsins þannig að segja má að sláttur getur reynst á því sem þar er sagt. Simmi Vill skrifar pistil inn í hópinn þar sem hann vill benda fólki á að matur og menning sé frábær og umræða og rýni til gangs sé góð í sjálfu sér. En, „ef það væri hægt að minna alla á að "aðgát skal höfð í nærveru sálar" áður en fólk ýtir á Enter á lyklaborðinu, þá værum við með mannlegra samtal á öllum þessum þráðum.“ Atvinnuöryggi starfsmanna ógnað Sigmar segir að enginn veitingamaður sem hann viti um sé í rekstri til að gera vondan mat, bjóða uppá lélega þjónustu og okra á öllu saman. „Hins vegar gerast mistök hjá starfsfólki veitingastaða og stundum eiga þeir ekki sinn besta dag. En í fyrirtæki þar sem 140 starfsmenn mæta til vinnu í viku hverri, þá er óréttlátt að dæma alla þá 140 stafsmenn vegna atviks sem á sér stað á ákveðnum tíma sem hefði mátt fara betur. Þegar einhver segir um staðina mína að "það sé léleg þjónusta á staðnum", þá er verið að dæma 140 stafsmenn. Ekki bara þennan eina starfsmann sem stóð ekki undir væntingum þínum í þetta ákveðna skipti. Heldur er líka verið að dæma starfsmennina sem ekki voru á vakt.“ Sigmar segir að það sé tvíbent að óska eftir fagmennsku, góðri þjónustu og yndislegu viðmóti á sama tíma og gagnrýnendur bjóði ekki upp á neitt slíkt í sinni gagnrýni. „Internetið er máttugur vettvangur, það er í raun orðið fimmta valdið. Það er hægt að skrifa álit sitt á veitingastað og mála hann upp með slíku offorsi að rekstur þess staðar gæti hreinlega farið á hliðina. Þá er ágætt að hugsa til þess að þessi staður sem viðkomandi ákveður að gera að atlagi er vinnustaður fólks. Atvinnuöryggi starfsmanna er ógnað. Er einhver upplifun á veitingastað svo hræðileg að það réttlæti slíkt "end game"?“ Hallærisleg krafa um meðvirkni Mikil viðbrögð hafa verið við ádrepu Sigmars sem hann birti fyrir tæpum sólarhring en 1,500 manns hafa sett læk við pistilinn og fjöldi manna leggur orð í belg. En þó margir séu á því að netverjar megi gæta orða sinna, „fólk er upp til hópa mjög illt fáfrótt og fordómafullt,“ segir til dæmis einn, eru ekki alveg allir til í að kaupa orð Sigmars hrá. Og finnst sem veitingamaðurinn sé að reyna að slá réttmætar ábendingar út af borðinu með vafasömum hætti, sem hann sjálfur sé svo að gera sig sekan um. Sunna Guðlaugsdóttir er ein þeirra og telur það fremur hallærislegt að vilja höfða til samvisku fólks með að því beri að hugsa um atvinnuöryggi starfsamanna ef það fær vonda þjónustu, vill kvarta og vara aðra við. „Það er meðvirkni. Það er ekki á mína ábyrgð sem viðskiptavinur að pæla í því að mín kvörtun geti orðið "„end game" fyrir veitingastaðinn. Þá hefur væntanlega ýmislegt gengið á fyrst hann er kominn svona nálægt endastöð og þá líklegt að gagnrýnin eigi rétt á sér.“ Á sama hátt og Sigmar þekki fáa veitingamenn sem vilji reiða fram vondan mat þekki hún fáa sem vísvitandi vilji skemma fyrir veitingamönnum. Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Matartips er, eins og nafnið gefur til kynna, hópur á Facebook þar sem matur er til umfjöllunar. Þar er spjallað ýmsar hliðar á matargerð og sagður kostur og löstur á ýmsum veitingastöðum. Meðlimir eru 47,4 þúsund talsins þannig að segja má að sláttur getur reynst á því sem þar er sagt. Simmi Vill skrifar pistil inn í hópinn þar sem hann vill benda fólki á að matur og menning sé frábær og umræða og rýni til gangs sé góð í sjálfu sér. En, „ef það væri hægt að minna alla á að "aðgát skal höfð í nærveru sálar" áður en fólk ýtir á Enter á lyklaborðinu, þá værum við með mannlegra samtal á öllum þessum þráðum.“ Atvinnuöryggi starfsmanna ógnað Sigmar segir að enginn veitingamaður sem hann viti um sé í rekstri til að gera vondan mat, bjóða uppá lélega þjónustu og okra á öllu saman. „Hins vegar gerast mistök hjá starfsfólki veitingastaða og stundum eiga þeir ekki sinn besta dag. En í fyrirtæki þar sem 140 starfsmenn mæta til vinnu í viku hverri, þá er óréttlátt að dæma alla þá 140 stafsmenn vegna atviks sem á sér stað á ákveðnum tíma sem hefði mátt fara betur. Þegar einhver segir um staðina mína að "það sé léleg þjónusta á staðnum", þá er verið að dæma 140 stafsmenn. Ekki bara þennan eina starfsmann sem stóð ekki undir væntingum þínum í þetta ákveðna skipti. Heldur er líka verið að dæma starfsmennina sem ekki voru á vakt.“ Sigmar segir að það sé tvíbent að óska eftir fagmennsku, góðri þjónustu og yndislegu viðmóti á sama tíma og gagnrýnendur bjóði ekki upp á neitt slíkt í sinni gagnrýni. „Internetið er máttugur vettvangur, það er í raun orðið fimmta valdið. Það er hægt að skrifa álit sitt á veitingastað og mála hann upp með slíku offorsi að rekstur þess staðar gæti hreinlega farið á hliðina. Þá er ágætt að hugsa til þess að þessi staður sem viðkomandi ákveður að gera að atlagi er vinnustaður fólks. Atvinnuöryggi starfsmanna er ógnað. Er einhver upplifun á veitingastað svo hræðileg að það réttlæti slíkt "end game"?“ Hallærisleg krafa um meðvirkni Mikil viðbrögð hafa verið við ádrepu Sigmars sem hann birti fyrir tæpum sólarhring en 1,500 manns hafa sett læk við pistilinn og fjöldi manna leggur orð í belg. En þó margir séu á því að netverjar megi gæta orða sinna, „fólk er upp til hópa mjög illt fáfrótt og fordómafullt,“ segir til dæmis einn, eru ekki alveg allir til í að kaupa orð Sigmars hrá. Og finnst sem veitingamaðurinn sé að reyna að slá réttmætar ábendingar út af borðinu með vafasömum hætti, sem hann sjálfur sé svo að gera sig sekan um. Sunna Guðlaugsdóttir er ein þeirra og telur það fremur hallærislegt að vilja höfða til samvisku fólks með að því beri að hugsa um atvinnuöryggi starfsamanna ef það fær vonda þjónustu, vill kvarta og vara aðra við. „Það er meðvirkni. Það er ekki á mína ábyrgð sem viðskiptavinur að pæla í því að mín kvörtun geti orðið "„end game" fyrir veitingastaðinn. Þá hefur væntanlega ýmislegt gengið á fyrst hann er kominn svona nálægt endastöð og þá líklegt að gagnrýnin eigi rétt á sér.“ Á sama hátt og Sigmar þekki fáa veitingamenn sem vilji reiða fram vondan mat þekki hún fáa sem vísvitandi vilji skemma fyrir veitingamönnum.
Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira