Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 07:30 KR-ingar voru afar nálægt því að jafna metin þegar Kári Árnason virtist handleika knöttinn og vítaspyrna var dæmd. Stöð 2 Sport Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. Þorvaldur dæmdi víti á Kára í uppbótartíma leiksins, í stöðunni 2-1 fyrir Víkingi sem vann leikinn og komst á topp Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. Fyrst þurfti þó að leysa upp miklar ryskingar á milli leikmanna liðanna sem enduðu með því að Kjartan Henry Finnbogason var rekinn af velli og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fékk einnig rautt spjald. Þorvaldur dæmdi vítið eftir að hafa ráðfært sig við Gylfa Má Sigurðsson aðstoðardómara: „Já, það er rétt. Ég horfi á atvikið og sé að það er eitthvað rangt við þetta. Mér finnst boltinn taka stefnubreytingu með grunsamlegum hætti. Stuttu seinna fæ ég í eyrað frá Gylfa Má, aðstoðardómara mínum, að hann þurfi að ræða við mig. Þegar ég ætlaði til hans verður allt vitlaust og við þurftum að taka á því, áður en við tókum ákvörðun um vítið,“ sagði Þorvaldur. Innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Þorvaldur um vítaspyrnudóminn Aðeins höndin sem kemur til greina Kári slapp reyndar við gult spjald fyrir höndina, og þar með við að vera rekinn af velli með sitt annað gula spjald í síðasta deildarleik sínum á ferlinum. Hann verður þó í banni í lokaumferðinni á laugardag, þar sem Víkingur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, því hann fékk sína fjórðu áminningu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Eftir að hafa skoðað atvikið vel kvaðst Þorvaldur viss um að rétt hefði verið að dæma vítið, sem hefði getað reynst svo örlagaríkt: „Já, við erum búnir að liggja yfir þessu í dag félagarnir og það er klár stefnubreyting á boltanum. Það getur ekki orðið nema við snertingu og það er höndin sem kemur til greina þar. Eða vindhviða, og ég get vottað það að það var logn í Vesturbænum í gær.“ Pálmi Rafn Pálmason tók vítaspyrnuna en Ingvar Jónsson markvörður Víkings varði hana og tryggði þar með Víkingi sigur og sæti á toppi deildarinnar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Þorvaldur dæmdi víti á Kára í uppbótartíma leiksins, í stöðunni 2-1 fyrir Víkingi sem vann leikinn og komst á topp Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. Fyrst þurfti þó að leysa upp miklar ryskingar á milli leikmanna liðanna sem enduðu með því að Kjartan Henry Finnbogason var rekinn af velli og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fékk einnig rautt spjald. Þorvaldur dæmdi vítið eftir að hafa ráðfært sig við Gylfa Má Sigurðsson aðstoðardómara: „Já, það er rétt. Ég horfi á atvikið og sé að það er eitthvað rangt við þetta. Mér finnst boltinn taka stefnubreytingu með grunsamlegum hætti. Stuttu seinna fæ ég í eyrað frá Gylfa Má, aðstoðardómara mínum, að hann þurfi að ræða við mig. Þegar ég ætlaði til hans verður allt vitlaust og við þurftum að taka á því, áður en við tókum ákvörðun um vítið,“ sagði Þorvaldur. Innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Þorvaldur um vítaspyrnudóminn Aðeins höndin sem kemur til greina Kári slapp reyndar við gult spjald fyrir höndina, og þar með við að vera rekinn af velli með sitt annað gula spjald í síðasta deildarleik sínum á ferlinum. Hann verður þó í banni í lokaumferðinni á laugardag, þar sem Víkingur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, því hann fékk sína fjórðu áminningu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Eftir að hafa skoðað atvikið vel kvaðst Þorvaldur viss um að rétt hefði verið að dæma vítið, sem hefði getað reynst svo örlagaríkt: „Já, við erum búnir að liggja yfir þessu í dag félagarnir og það er klár stefnubreyting á boltanum. Það getur ekki orðið nema við snertingu og það er höndin sem kemur til greina þar. Eða vindhviða, og ég get vottað það að það var logn í Vesturbænum í gær.“ Pálmi Rafn Pálmason tók vítaspyrnuna en Ingvar Jónsson markvörður Víkings varði hana og tryggði þar með Víkingi sigur og sæti á toppi deildarinnar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. 20. september 2021 20:16
„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37
Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27