Fékk ekki að aðstoða eiginkonu sína sem er með Alzheimer í kjörklefanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2021 15:48 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon. Vísir/Egill Hjónin Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir hafa kært framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir Alþingiskosningar eftir að Magnús fékk ekki að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Magnús segir kjörstjóra túlka kosningalögin of þröngt. Kæran var send inn í dag, á alþjóðlega Alzheimerdeginum. Vonast þau til að kæran verði til þess að skorið verði úr því hratt og örugglega hvort að ákvæði í kosningalögum um aðstoð í kjörklefanum heimili Alzheimer-sjúklingum að taka með sér aðstoðarmann að eigin vali inn í kjörklefann. Magnús skrifaði pistil á Facebook í gær þar sem hann lýsti upplifun sinni af því að hafa fylgt Ellý til utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir Alþingiskosningarnar í gær. Ætlun Ellýjar var að Magnús myndi aðstoða hana inn í kjörklefanum, þar sem Alzheimer-sjúkdómur hennar gerir það að verkum að hún getur ekki stimplað bókstaf á kjörseðilinn, jafn vel þó hún hafi verið harðákveðin í því hvaða lista hún ætlaði sér að kjósa. Þegar á kjörstað var komið reyndist það hins vegar ómögulegt. „Kjörstjóri kom og ræddi við okkur og sagði að um slíka aðstoð gilti einungis fyrir kjósendur sem uppfyltu eftirfarandi: „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Svo fylgdi hún Ellý inn í kjörklefa, sagði henni hvað hver stimpill væri og dró síðan fyrir kjörklefann. Ellý stóð ráðvillt inni,“ skrifar Magnús. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan er í fullum gangi.Vísir/Vilhelm Í samtali við Vísi segir Magnús að hann hafi þá reynt að útskýra fyrir kjörstjóra hvernig málum væri háttað. „Sjúkdómurinn er að valda því að Ellý getur ekki skrifað, hún getur ekki framkvæmt með höndunum það sem hugurinn segir henni. Hún veit hvað hún vill kjósa og ekkert vafamál í hennar huga hvern hún vill kjósa. En hún getur ekki framkvæmt það án aðstoðar,“ segir Magnús. Segir kosningaleyndina að engu gerða með aðstoð kjörstjóra Eftir nokkrar þrætur á milli Magnúsar og kjörstjóra endaði það með því að kjörstjóri fór inn í kjörklefann til Ellýjar og aðstoðaði hana við að kjósa. Magnús segir þessa afstöðu kjörstjóra vera undarlega. „Það sem er kannski skrýtið í þessu máli er að á endanum aðstoðaði kjörstjóri Ellý. Með því er að hún að viðurkenna það að hún þurfi aðstoð. Hún átti bara ekkert með það að gera. Ellý vildi að ég myndi aðstoða hana. Kosningaleyndin er bara þá eins og þegar Freyja stóð fyrir sama máli. Kosningaleyndin er þá bara farin,“ segir Magnús. Ellý og Magnús ræddu sjúkdóm Ellýar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Þarna vísar Magnús í mál Freyju Haraldsdóttur sem naut liðsinnis eigins aðstoðarmanns í forsetakosningunum árið 2012, sem þá var brot á kosningalögum. Lögunum var skömmu síðar breytt á þann veg að fatlað fólk má velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. Gagnrýnir að kjörstjóri leggi mat á sjúkdóma Í 63. grein kosningalaga segir að ef kjósandi sem sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf geti óskað þess að fulltrúi sem hann hafi sjálfur valið aðstoðað við atkvæðagreiðsluna. Kjörstjóri skuli heimila það geti kjósandinn sjálfur með skýrum hætti tjáð kjörstjóra vilja sinn óþvingað um að hann óski aðstoðar fulltrúa sem hann hefur valið sjálfur. Gagnrýnir Magnús að kjörstjóri taki sér það vald að leggja mat á sjúkdóm Ellýar og að umrætt ákvæði sé túlkað jafn þröngt og raun ber vitni. „Ég get ekki séð að kjörstjóri geti lagt mat á læknisfræðilega Ellýar, né heldur hennar sjúkdóm, segir Magnús.“ Um þetta skrifar hann eftirfarandi í pistlinum, en bæði Magnús og Ellý hafa lagt áherslu á að vekja athygli á því fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. Ég skrifa þessi orð til þeirra sem þekkja ekki sjúkdóminn. Hann er flókinn, hann blasir ekki við. Hönd Ellýjar lítur eðlilega út, en lætur ekki eðlilega að stjórn. Mér finnst það mjög undarlegt að kjörstjóri taki sér eindæmi um það meta fötlun fólks. Ef að einstaklingur með fötlun telur að hún þurfi aðstoð vegna þess að “henni sé höndin ónothæf” þá get ég ekki séð að kjörstjóri geti dæmt slíkt sem bábilju. Hvaða einstaklingur með fötlun myndi misnota sér slíka aðstoð og til hvers? Eftir að pistill Magnúsar fór í loftið segist hann hafa fengið ábendingar um að fleiri hafi lent í sams konar vandræðum við að kjósa. „Ég er búinn að heyra af því eftir þetta sem eru í sömu sporum og hafa upplifað mjög erfiða stöðu við kosningar, og núna við þessar sérstöku kosningar utan kjörfundar. Þetta er mjög erfitt fyrir sjúklinga með þennan sjúkdóm að fá ekki aðstoð,“ segir Magnús. Sýslumaður sér um framkvæmd utankjörfundaatkvæðagreiðslu og hefur Magnús sent inn kæru á framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Vonast hann til þess að úr því verði skorið fljótt og örugglega hvort að Alzheimer-sjúklingar megi velja sér aðstoðarmann til þess að aðstoða sig við að nýta sér sinn lýðræðislega rétt. „Ellý mun kjósa aftur ef hún fær tryggingu fyrir því að það verði komið fram við hana af virðingu og að hennar kosningaréttur verði virtur. Ég veit líka að það eru fjölmargar aðrir sem eru í sömu sporum og ég held að það skipti máli að það sé skorið úr þessu hratt og örugglega.“ Færslu Magnúsar Karls í heild má sjá að neðan. Nú þremur klukkustundum áður en Alzheimer dagurinn rennur í hlað vorum við hjónin illilega minnt á að Alzheimer sjúkdómur er fötlun sem er mörgum ósýnilegur eða illskiljanlegur. Við Ellý fórum á kjörstað utan kjörfundar til að kjósa, alltaf hátíðleg stund. Við vorum með skilríki og Ellý hafði ákveðið að ég skyldi vera hennar fulltrúi til aðstoðar rétt eins og við síðustu kosningar. Allmargir voru mættir til að kjósa, við biðum full eftirvæntingar. Þegar röðin kom að okkar tilkynntum við að ég væri hennar fulltrúi, enda þyrfti hún aðstoð vegna fötlunar sinnar. Starfsmaður á kjörstað spurði um ástæðu, Alzheimer svöruðum við. Þá kom fát á konuna en hún var mjög almennileg og tjáði hún okkur að kjörstjóri þyrfti að koma að málinu. Kjörstjóri kom og ræddi við okkur og sagði að um slíka aðstoð gilti einungis fyrir kjósendur sem uppfyltu eftirfarandi: “sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf”. Svo fylgdi hún Ellý inn í kjörklefa, sagði henni hvað hver stimpill væri og dró síðan fyrir kjörklefann. Ellý stóð ráðvillt inni. Ég skýrði út fyrir kjörstjóra að Alzheimer sjúkdómur gerði það að verkum að Ellý gæti ekki kosið svona. Það voru fjölmargir stimplar, hver merktur með bókstaf og þó svo að Ellý viti upp á hár hvern hún vilji kjósa þá þarf hún aðstoð við að framkvæma það, með öðrum orðum hönd hennar er ónothæf við þessa mikilvægu athöfn. Kjörstjóra var ekki þokað, Ellý fengi ekki aðstoð síns fulltrúa að eigin vali. Hún gaf í skyn að ef Ellý gæti þetta ekki þá ætti hún ekki að kjósa. Ellý stóð inn í kjörklefanum þolinmóð meðan ég þráttaði við kjörstjóra. Mér þótti túlkun kjörstjóra fráleit og á endanum fór kjörstjóri inn í kjörklefann og ég held að hún hafi aðstoðað Ellý rétt við framkvæmdina, en Ellý fékk þó ekki að hafa sinn eigin fulltrúa sem hún á að hafa samkvæmt kosningalögum. Það er rétt að minna á að kraftaverkakonan Freyja Haraldsdóttir fékk einmitt lögum breytt árið 2012, þegar hún neitaði að þiggja aðstoð kjörstjóra í stað þess að fá að njóta liðsinnis eigin aðstoðarmanns. Í kjölfar þessa “upphlaups” Freyju voru fötluðum veitt þau sjálfsögðu mannréttindi í samræmi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem á að tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra. Alzheimer sjúkdómur er erfiður og oft ósýnilegur sjúkdómur. Ellý getur ekki skrifað, enda lætur höndin ekki lengur að stjórn við slíka athöfn. Það blasir ekki við en Ellý veit það og ég veit það. Hún kvíðir því oft ef að hún þarf að lenda í slíkum kringumstæðum. Ég skrifa þessi orð til þeirra sem þekkja ekki sjúkdóminn. Hann er flókinn, hann blasir ekki við. Hönd Ellýjar lítur eðlilega út, en lætur ekki eðlilega að stjórn. Mér finnst það mjög undarlegt að kjörstjóri taki sér eindæmi um það meta fötlun fólks. Ef að einstaklingur með fötlun telur að hún þurfi aðstoð vegna þess að “henni sé höndin ónothæf” þá get ég ekki séð að kjörstjóri geti dæmt slíkt sem bábilju. Hvaða einstaklingur með fötlun myndi misnota sér slíka aðstoð og til hvers? Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjöldi utankjörfundaratkvæða geti haft áhrif á kosninganótt Fleiri hafa kosið utan kjörfundar nú en á sama tíma fyrir síðustu Alþingiskosningar. Fyrir fjórum árum höfðu um 4.700 greitt atkvæði á þessum tíma, en nú hafa um 9.500 manns greitt atkvæði utan kjörfundar. Sú staðreynd gæti haft áhrif á framvinduna á kosninganótt. 14. september 2021 19:14 Sjúkdómurinn breytti öllu Alzheimersjúklingur segir allt hafa breyst þegar hann greindist með sjúkdóminn. Hann hafi þurft að hætta að vinna og það hafi verið erfitt. Lífið haldi þó áfram og mikilvægt sé að tala opinskátt um sjúkdóminn. 21. september 2019 18:30 Mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir Alzheimer Kona með Alzheimer og eiginmaður hennar segja gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. 21. september 2020 22:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kæran var send inn í dag, á alþjóðlega Alzheimerdeginum. Vonast þau til að kæran verði til þess að skorið verði úr því hratt og örugglega hvort að ákvæði í kosningalögum um aðstoð í kjörklefanum heimili Alzheimer-sjúklingum að taka með sér aðstoðarmann að eigin vali inn í kjörklefann. Magnús skrifaði pistil á Facebook í gær þar sem hann lýsti upplifun sinni af því að hafa fylgt Ellý til utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir Alþingiskosningarnar í gær. Ætlun Ellýjar var að Magnús myndi aðstoða hana inn í kjörklefanum, þar sem Alzheimer-sjúkdómur hennar gerir það að verkum að hún getur ekki stimplað bókstaf á kjörseðilinn, jafn vel þó hún hafi verið harðákveðin í því hvaða lista hún ætlaði sér að kjósa. Þegar á kjörstað var komið reyndist það hins vegar ómögulegt. „Kjörstjóri kom og ræddi við okkur og sagði að um slíka aðstoð gilti einungis fyrir kjósendur sem uppfyltu eftirfarandi: „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Svo fylgdi hún Ellý inn í kjörklefa, sagði henni hvað hver stimpill væri og dró síðan fyrir kjörklefann. Ellý stóð ráðvillt inni,“ skrifar Magnús. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan er í fullum gangi.Vísir/Vilhelm Í samtali við Vísi segir Magnús að hann hafi þá reynt að útskýra fyrir kjörstjóra hvernig málum væri háttað. „Sjúkdómurinn er að valda því að Ellý getur ekki skrifað, hún getur ekki framkvæmt með höndunum það sem hugurinn segir henni. Hún veit hvað hún vill kjósa og ekkert vafamál í hennar huga hvern hún vill kjósa. En hún getur ekki framkvæmt það án aðstoðar,“ segir Magnús. Segir kosningaleyndina að engu gerða með aðstoð kjörstjóra Eftir nokkrar þrætur á milli Magnúsar og kjörstjóra endaði það með því að kjörstjóri fór inn í kjörklefann til Ellýjar og aðstoðaði hana við að kjósa. Magnús segir þessa afstöðu kjörstjóra vera undarlega. „Það sem er kannski skrýtið í þessu máli er að á endanum aðstoðaði kjörstjóri Ellý. Með því er að hún að viðurkenna það að hún þurfi aðstoð. Hún átti bara ekkert með það að gera. Ellý vildi að ég myndi aðstoða hana. Kosningaleyndin er bara þá eins og þegar Freyja stóð fyrir sama máli. Kosningaleyndin er þá bara farin,“ segir Magnús. Ellý og Magnús ræddu sjúkdóm Ellýar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Þarna vísar Magnús í mál Freyju Haraldsdóttur sem naut liðsinnis eigins aðstoðarmanns í forsetakosningunum árið 2012, sem þá var brot á kosningalögum. Lögunum var skömmu síðar breytt á þann veg að fatlað fólk má velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. Gagnrýnir að kjörstjóri leggi mat á sjúkdóma Í 63. grein kosningalaga segir að ef kjósandi sem sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf geti óskað þess að fulltrúi sem hann hafi sjálfur valið aðstoðað við atkvæðagreiðsluna. Kjörstjóri skuli heimila það geti kjósandinn sjálfur með skýrum hætti tjáð kjörstjóra vilja sinn óþvingað um að hann óski aðstoðar fulltrúa sem hann hefur valið sjálfur. Gagnrýnir Magnús að kjörstjóri taki sér það vald að leggja mat á sjúkdóm Ellýar og að umrætt ákvæði sé túlkað jafn þröngt og raun ber vitni. „Ég get ekki séð að kjörstjóri geti lagt mat á læknisfræðilega Ellýar, né heldur hennar sjúkdóm, segir Magnús.“ Um þetta skrifar hann eftirfarandi í pistlinum, en bæði Magnús og Ellý hafa lagt áherslu á að vekja athygli á því fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. Ég skrifa þessi orð til þeirra sem þekkja ekki sjúkdóminn. Hann er flókinn, hann blasir ekki við. Hönd Ellýjar lítur eðlilega út, en lætur ekki eðlilega að stjórn. Mér finnst það mjög undarlegt að kjörstjóri taki sér eindæmi um það meta fötlun fólks. Ef að einstaklingur með fötlun telur að hún þurfi aðstoð vegna þess að “henni sé höndin ónothæf” þá get ég ekki séð að kjörstjóri geti dæmt slíkt sem bábilju. Hvaða einstaklingur með fötlun myndi misnota sér slíka aðstoð og til hvers? Eftir að pistill Magnúsar fór í loftið segist hann hafa fengið ábendingar um að fleiri hafi lent í sams konar vandræðum við að kjósa. „Ég er búinn að heyra af því eftir þetta sem eru í sömu sporum og hafa upplifað mjög erfiða stöðu við kosningar, og núna við þessar sérstöku kosningar utan kjörfundar. Þetta er mjög erfitt fyrir sjúklinga með þennan sjúkdóm að fá ekki aðstoð,“ segir Magnús. Sýslumaður sér um framkvæmd utankjörfundaatkvæðagreiðslu og hefur Magnús sent inn kæru á framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar. Vonast hann til þess að úr því verði skorið fljótt og örugglega hvort að Alzheimer-sjúklingar megi velja sér aðstoðarmann til þess að aðstoða sig við að nýta sér sinn lýðræðislega rétt. „Ellý mun kjósa aftur ef hún fær tryggingu fyrir því að það verði komið fram við hana af virðingu og að hennar kosningaréttur verði virtur. Ég veit líka að það eru fjölmargar aðrir sem eru í sömu sporum og ég held að það skipti máli að það sé skorið úr þessu hratt og örugglega.“ Færslu Magnúsar Karls í heild má sjá að neðan. Nú þremur klukkustundum áður en Alzheimer dagurinn rennur í hlað vorum við hjónin illilega minnt á að Alzheimer sjúkdómur er fötlun sem er mörgum ósýnilegur eða illskiljanlegur. Við Ellý fórum á kjörstað utan kjörfundar til að kjósa, alltaf hátíðleg stund. Við vorum með skilríki og Ellý hafði ákveðið að ég skyldi vera hennar fulltrúi til aðstoðar rétt eins og við síðustu kosningar. Allmargir voru mættir til að kjósa, við biðum full eftirvæntingar. Þegar röðin kom að okkar tilkynntum við að ég væri hennar fulltrúi, enda þyrfti hún aðstoð vegna fötlunar sinnar. Starfsmaður á kjörstað spurði um ástæðu, Alzheimer svöruðum við. Þá kom fát á konuna en hún var mjög almennileg og tjáði hún okkur að kjörstjóri þyrfti að koma að málinu. Kjörstjóri kom og ræddi við okkur og sagði að um slíka aðstoð gilti einungis fyrir kjósendur sem uppfyltu eftirfarandi: “sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf”. Svo fylgdi hún Ellý inn í kjörklefa, sagði henni hvað hver stimpill væri og dró síðan fyrir kjörklefann. Ellý stóð ráðvillt inni. Ég skýrði út fyrir kjörstjóra að Alzheimer sjúkdómur gerði það að verkum að Ellý gæti ekki kosið svona. Það voru fjölmargir stimplar, hver merktur með bókstaf og þó svo að Ellý viti upp á hár hvern hún vilji kjósa þá þarf hún aðstoð við að framkvæma það, með öðrum orðum hönd hennar er ónothæf við þessa mikilvægu athöfn. Kjörstjóra var ekki þokað, Ellý fengi ekki aðstoð síns fulltrúa að eigin vali. Hún gaf í skyn að ef Ellý gæti þetta ekki þá ætti hún ekki að kjósa. Ellý stóð inn í kjörklefanum þolinmóð meðan ég þráttaði við kjörstjóra. Mér þótti túlkun kjörstjóra fráleit og á endanum fór kjörstjóri inn í kjörklefann og ég held að hún hafi aðstoðað Ellý rétt við framkvæmdina, en Ellý fékk þó ekki að hafa sinn eigin fulltrúa sem hún á að hafa samkvæmt kosningalögum. Það er rétt að minna á að kraftaverkakonan Freyja Haraldsdóttir fékk einmitt lögum breytt árið 2012, þegar hún neitaði að þiggja aðstoð kjörstjóra í stað þess að fá að njóta liðsinnis eigin aðstoðarmanns. Í kjölfar þessa “upphlaups” Freyju voru fötluðum veitt þau sjálfsögðu mannréttindi í samræmi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem á að tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra. Alzheimer sjúkdómur er erfiður og oft ósýnilegur sjúkdómur. Ellý getur ekki skrifað, enda lætur höndin ekki lengur að stjórn við slíka athöfn. Það blasir ekki við en Ellý veit það og ég veit það. Hún kvíðir því oft ef að hún þarf að lenda í slíkum kringumstæðum. Ég skrifa þessi orð til þeirra sem þekkja ekki sjúkdóminn. Hann er flókinn, hann blasir ekki við. Hönd Ellýjar lítur eðlilega út, en lætur ekki eðlilega að stjórn. Mér finnst það mjög undarlegt að kjörstjóri taki sér eindæmi um það meta fötlun fólks. Ef að einstaklingur með fötlun telur að hún þurfi aðstoð vegna þess að “henni sé höndin ónothæf” þá get ég ekki séð að kjörstjóri geti dæmt slíkt sem bábilju. Hvaða einstaklingur með fötlun myndi misnota sér slíka aðstoð og til hvers?
Nú þremur klukkustundum áður en Alzheimer dagurinn rennur í hlað vorum við hjónin illilega minnt á að Alzheimer sjúkdómur er fötlun sem er mörgum ósýnilegur eða illskiljanlegur. Við Ellý fórum á kjörstað utan kjörfundar til að kjósa, alltaf hátíðleg stund. Við vorum með skilríki og Ellý hafði ákveðið að ég skyldi vera hennar fulltrúi til aðstoðar rétt eins og við síðustu kosningar. Allmargir voru mættir til að kjósa, við biðum full eftirvæntingar. Þegar röðin kom að okkar tilkynntum við að ég væri hennar fulltrúi, enda þyrfti hún aðstoð vegna fötlunar sinnar. Starfsmaður á kjörstað spurði um ástæðu, Alzheimer svöruðum við. Þá kom fát á konuna en hún var mjög almennileg og tjáði hún okkur að kjörstjóri þyrfti að koma að málinu. Kjörstjóri kom og ræddi við okkur og sagði að um slíka aðstoð gilti einungis fyrir kjósendur sem uppfyltu eftirfarandi: “sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf”. Svo fylgdi hún Ellý inn í kjörklefa, sagði henni hvað hver stimpill væri og dró síðan fyrir kjörklefann. Ellý stóð ráðvillt inni. Ég skýrði út fyrir kjörstjóra að Alzheimer sjúkdómur gerði það að verkum að Ellý gæti ekki kosið svona. Það voru fjölmargir stimplar, hver merktur með bókstaf og þó svo að Ellý viti upp á hár hvern hún vilji kjósa þá þarf hún aðstoð við að framkvæma það, með öðrum orðum hönd hennar er ónothæf við þessa mikilvægu athöfn. Kjörstjóra var ekki þokað, Ellý fengi ekki aðstoð síns fulltrúa að eigin vali. Hún gaf í skyn að ef Ellý gæti þetta ekki þá ætti hún ekki að kjósa. Ellý stóð inn í kjörklefanum þolinmóð meðan ég þráttaði við kjörstjóra. Mér þótti túlkun kjörstjóra fráleit og á endanum fór kjörstjóri inn í kjörklefann og ég held að hún hafi aðstoðað Ellý rétt við framkvæmdina, en Ellý fékk þó ekki að hafa sinn eigin fulltrúa sem hún á að hafa samkvæmt kosningalögum. Það er rétt að minna á að kraftaverkakonan Freyja Haraldsdóttir fékk einmitt lögum breytt árið 2012, þegar hún neitaði að þiggja aðstoð kjörstjóra í stað þess að fá að njóta liðsinnis eigin aðstoðarmanns. Í kjölfar þessa “upphlaups” Freyju voru fötluðum veitt þau sjálfsögðu mannréttindi í samræmi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem á að tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra. Alzheimer sjúkdómur er erfiður og oft ósýnilegur sjúkdómur. Ellý getur ekki skrifað, enda lætur höndin ekki lengur að stjórn við slíka athöfn. Það blasir ekki við en Ellý veit það og ég veit það. Hún kvíðir því oft ef að hún þarf að lenda í slíkum kringumstæðum. Ég skrifa þessi orð til þeirra sem þekkja ekki sjúkdóminn. Hann er flókinn, hann blasir ekki við. Hönd Ellýjar lítur eðlilega út, en lætur ekki eðlilega að stjórn. Mér finnst það mjög undarlegt að kjörstjóri taki sér eindæmi um það meta fötlun fólks. Ef að einstaklingur með fötlun telur að hún þurfi aðstoð vegna þess að “henni sé höndin ónothæf” þá get ég ekki séð að kjörstjóri geti dæmt slíkt sem bábilju. Hvaða einstaklingur með fötlun myndi misnota sér slíka aðstoð og til hvers?
Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjöldi utankjörfundaratkvæða geti haft áhrif á kosninganótt Fleiri hafa kosið utan kjörfundar nú en á sama tíma fyrir síðustu Alþingiskosningar. Fyrir fjórum árum höfðu um 4.700 greitt atkvæði á þessum tíma, en nú hafa um 9.500 manns greitt atkvæði utan kjörfundar. Sú staðreynd gæti haft áhrif á framvinduna á kosninganótt. 14. september 2021 19:14 Sjúkdómurinn breytti öllu Alzheimersjúklingur segir allt hafa breyst þegar hann greindist með sjúkdóminn. Hann hafi þurft að hætta að vinna og það hafi verið erfitt. Lífið haldi þó áfram og mikilvægt sé að tala opinskátt um sjúkdóminn. 21. september 2019 18:30 Mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir Alzheimer Kona með Alzheimer og eiginmaður hennar segja gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. 21. september 2020 22:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjöldi utankjörfundaratkvæða geti haft áhrif á kosninganótt Fleiri hafa kosið utan kjörfundar nú en á sama tíma fyrir síðustu Alþingiskosningar. Fyrir fjórum árum höfðu um 4.700 greitt atkvæði á þessum tíma, en nú hafa um 9.500 manns greitt atkvæði utan kjörfundar. Sú staðreynd gæti haft áhrif á framvinduna á kosninganótt. 14. september 2021 19:14
Sjúkdómurinn breytti öllu Alzheimersjúklingur segir allt hafa breyst þegar hann greindist með sjúkdóminn. Hann hafi þurft að hætta að vinna og það hafi verið erfitt. Lífið haldi þó áfram og mikilvægt sé að tala opinskátt um sjúkdóminn. 21. september 2019 18:30
Mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir Alzheimer Kona með Alzheimer og eiginmaður hennar segja gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. 21. september 2020 22:57
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent