Nauðsynleg hjálpartæki tekin af lungnasjúklingum sem leggjast inn á stofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2021 20:54 Ferðasúrefnissían sem sést lengst til hægri á myndinni er tekin af lungnasjúklingum þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Heimilin eiga að skaffa sjúklingum ný tæki en það er ekki alltaf gert vegna fjárskorts. Vísir/Egill Nauðsynleg hjálpartæki fyrir lungnasjúklinga eru tekin af þeim þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Mörgum eru ekki útveguð slík tæki af hjúkrunarheimilum vegna fjárskorts og verða félagslega einangraðir fyrir vikið. Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“ Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira