Hinn örlitli grenjandi minnihluti mun ekki þagna Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 22. september 2021 09:45 Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp. Þetta lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar til og það samþykktu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Áður höfðu þessir flokkar ekki sett fram neina fyrirvara. Eins og margítrekað hefur komið fram er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú ríkisstjórn sem mun taka við hlýtur að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli alveg eins og hún mun taka sjálfstæðar ákvarðanir í öðrum málum. Þess vegna er það sérstakt að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar hafi lagt fram skýr markmið um hvernig næsta ríkisstjórn eigi að fara með hálendisfrumvarpið. Það er tvennt sem skiptir máli í því: Hið fyrra er að það er gengið út frá því að sömu ríkisstjórnarflokkar taki við eftir næstu kosningar eða þá að verið sé að slá ryki í augu landsmanna enn og aftur og lofa því sem ekki verður staðið við. Það má ekki gleymast að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar stendur enn: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Þá voru engir fyrirvarar settir, hvorki hjá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki. Engir. Það má þá ganga út frá því að stofnun hálendisþjóðgarðs verði að veruleika á næsta kjörtímabili verði þessir sömu flokkar að vera við völd. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við það að mikil andstaða er við málið hjá meiri hluta þjóðarinnar, hinum örlitla grenjandi minni hluta. Það hefur komið fram að lítið samráð var við hagaðila í gegnum þessa vinnu allt frá upphafi til enda. Eins og þetta mál er vaxið er verið að taka um þriðjung landsins undir þjóðgarð í ósátt við nærri öll sveitarfélög sem eiga land að fyrirhuguðum þjóðgarði. Fulltrúi Miðflokksins í hinum þverpólitíska undirbúningshópi sem átti að vera grundvöllur málsins, sagði sig frá þeirri vinnu þar sem ljóst var á þeim tímapunkti að ekki yrði tekið tillit til athugasemda hagaðila. Þá bárust fjölmargar umsagnir um málið, nærri 160 talsins, sem flestar voru gegn stofnun hálendisþjóðgarðsins. Þá hefði mátt vera ljóst á þeim tímapunkti að engin sátt væri um þetta frumvarp. Talað var um sýndarsamráð. Í mörgum umsögnum mátti sjá að talað var um að efnisatriði málsins væru óljós, ekki nægjanlega vel unnin eða beinlínis ósamrýmanleg markmiðum frumvarpsins. Dæmi um slíkt er hvort markmið frumvarpsins hafi verið að ferðamönnum á svæðinu fjölgi, já eða fækki. Það verður að vanda lagasetningu, hagsmunir allra Íslendinga eru undir, orkuauðlindir landsins og nýting þeirra til framtíðar, svo eitthvað sé nefnt. Við þetta má bæta að fyrirséð var að mikill kostnaður hefði fylgt innleiðingu hálendisþjóðgarðsins, auk þessa myndi þetta frumvarp setja í uppnám orkunýtingarkosti, græna orkukosti og endurnýtanlega orku. Við viljum öll vernda landið okkar, ganga vel um það og sjá til þess að vel sé farið með þá peninga sem við greiðum í formi skatta og gjalda. Mikilvægt er því að benda á að aukin kerfisvæðing mun auka útgjöld. Að þessu sögðu má ekki gleyma rétti fólks til að fara um landið sitt. Það er ekki hægt að undirstrika þá áherslu nógu oft eða nógu mikið. Þetta segi ég vegna þess að á sama tíma og margir ferðast um hálendið þá fara allflestir þar um með vernd náttúrunnar í huga. Þetta snýst um ferðafrelsi. Margar umsagnir sem bárust fjölluðu einmitt um þetta, að eftir því sem árin líða verði lokað á ferðafrelsi almennings. Þetta er alls konar fólk, göngumenn og hestamenn, bara til að nefna einhverja. Og þetta veit hinn örlitli grenjandi minni hluti. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp. Þetta lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar til og það samþykktu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Áður höfðu þessir flokkar ekki sett fram neina fyrirvara. Eins og margítrekað hefur komið fram er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú ríkisstjórn sem mun taka við hlýtur að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli alveg eins og hún mun taka sjálfstæðar ákvarðanir í öðrum málum. Þess vegna er það sérstakt að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar hafi lagt fram skýr markmið um hvernig næsta ríkisstjórn eigi að fara með hálendisfrumvarpið. Það er tvennt sem skiptir máli í því: Hið fyrra er að það er gengið út frá því að sömu ríkisstjórnarflokkar taki við eftir næstu kosningar eða þá að verið sé að slá ryki í augu landsmanna enn og aftur og lofa því sem ekki verður staðið við. Það má ekki gleymast að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar stendur enn: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Þá voru engir fyrirvarar settir, hvorki hjá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki. Engir. Það má þá ganga út frá því að stofnun hálendisþjóðgarðs verði að veruleika á næsta kjörtímabili verði þessir sömu flokkar að vera við völd. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við það að mikil andstaða er við málið hjá meiri hluta þjóðarinnar, hinum örlitla grenjandi minni hluta. Það hefur komið fram að lítið samráð var við hagaðila í gegnum þessa vinnu allt frá upphafi til enda. Eins og þetta mál er vaxið er verið að taka um þriðjung landsins undir þjóðgarð í ósátt við nærri öll sveitarfélög sem eiga land að fyrirhuguðum þjóðgarði. Fulltrúi Miðflokksins í hinum þverpólitíska undirbúningshópi sem átti að vera grundvöllur málsins, sagði sig frá þeirri vinnu þar sem ljóst var á þeim tímapunkti að ekki yrði tekið tillit til athugasemda hagaðila. Þá bárust fjölmargar umsagnir um málið, nærri 160 talsins, sem flestar voru gegn stofnun hálendisþjóðgarðsins. Þá hefði mátt vera ljóst á þeim tímapunkti að engin sátt væri um þetta frumvarp. Talað var um sýndarsamráð. Í mörgum umsögnum mátti sjá að talað var um að efnisatriði málsins væru óljós, ekki nægjanlega vel unnin eða beinlínis ósamrýmanleg markmiðum frumvarpsins. Dæmi um slíkt er hvort markmið frumvarpsins hafi verið að ferðamönnum á svæðinu fjölgi, já eða fækki. Það verður að vanda lagasetningu, hagsmunir allra Íslendinga eru undir, orkuauðlindir landsins og nýting þeirra til framtíðar, svo eitthvað sé nefnt. Við þetta má bæta að fyrirséð var að mikill kostnaður hefði fylgt innleiðingu hálendisþjóðgarðsins, auk þessa myndi þetta frumvarp setja í uppnám orkunýtingarkosti, græna orkukosti og endurnýtanlega orku. Við viljum öll vernda landið okkar, ganga vel um það og sjá til þess að vel sé farið með þá peninga sem við greiðum í formi skatta og gjalda. Mikilvægt er því að benda á að aukin kerfisvæðing mun auka útgjöld. Að þessu sögðu má ekki gleyma rétti fólks til að fara um landið sitt. Það er ekki hægt að undirstrika þá áherslu nógu oft eða nógu mikið. Þetta segi ég vegna þess að á sama tíma og margir ferðast um hálendið þá fara allflestir þar um með vernd náttúrunnar í huga. Þetta snýst um ferðafrelsi. Margar umsagnir sem bárust fjölluðu einmitt um þetta, að eftir því sem árin líða verði lokað á ferðafrelsi almennings. Þetta er alls konar fólk, göngumenn og hestamenn, bara til að nefna einhverja. Og þetta veit hinn örlitli grenjandi minni hluti. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar