Halli kjörinn á þing Konráð S. Guðjónsson skrifar 22. september 2021 10:30 Við könnumst öll við þessa sögu: Stjórnmálaflokkur lofar öllu fögru – að lækka skatta á alla nema þá tekjuhæstu, stórauka framlög til mennta- og heilbrigðiskerfis, hækka bætur og allt skal verða betra. Flokkurinn kemst á þing og í ríkisstjórn þar sem eitthvað minna verður um efndir þannig að raunveruleiki fjárlagagerðarinnar skvettir ísköldu vatni framan í kjósendur, enda var forgangsröðunin aldrei mjög skýr. Hveitibrauðsdögunum er lokið, óánægjan mikil, traustið rýrt og fylgið farið. Það er greinilegt að allir þeir flokkar sem nú bjóða sig fram til Alþingis eru í harðri samkeppni um hylli kjósenda og passa því miður ágætlega inn í þessa sögu. Það er engin tilviljun að loforðaflaumurinn sé í algleymingi enda hefur samkeppnin um hylli kjósenda aldrei verið meiri. Séu stefnur flokkanna skoðaðar eru loforð um aukin útgjöld eða lægri skatta fimmfalt fleiri en tillögur sem draga úr útgjöldum eða auka tekjur. Er þá fyrirséð að aukið verði við í 320 ma.kr. áætlaðan halla ríkissjóðs í ár? Verður Halli Ríkissjóðs kjörinn á þing? Verða kjósendur enn og aftur fyrir vonbrigðum? 4 af 10 flokkum sýna á spilin Vegna þessa lagðist Viðskiptaráð ásamt Samtökum atvinnulífsins í nánari skoðun á hverjar áætlanir flokkana eru í ríkisfjármálum og er sú greining birt í dag. Send var spurning á flokkana tíu um hvernig þeir hyggjast haga sínum ríkisfjármálum öðruvísi en nú er gert. Aðeins fjórir flokkar svöruðu beiðninni og með mismunandi hætti. Fyrir hina flokkana sex lögðu VÍ og SA mat á hversu mikið tillögurnar myndu auka halla ríkissjóðs frá því sem nú er. Niðurstöðurnar eru afar áhugaverðar. Aukinn halli nær allsstaðar Byrjum á þeim flokkum sem svöruðu beiðninni. Ef tekið er tillit til þess að sumir flokkar ráðgera aukin efnahagsumsvif er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem ætlar ekki að auka halla ríkissjóðs. Samfylking hyggst hækka skatta og útgjöld og auka hallann um 13 ma.kr., en á það sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum, og rúmlega það, að ekki er gert ráð fyrir öllum þeim aðgerðum sem eru á stefnuskrá. Viðreisn hyggst fara í fjölbreyttar aðgerðir sem án efnahagsbata auka halla ríkissjóðs um 6 ma.kr. Píratar gera ráð fyrir mjög mikið bættumefnahagsforsendum og auknum afgangi, en án þessa eykst hallinn, og þar með slakinn í ríkisfjármálum, um ríflega 40 ma.kr. Myndin er talsvert skrautlegri ef horft er í stefnuskrár þeirra flokka sem ekki svöruðu beiðninni, en til að allrar sanngirni sé gætt þá er samanburður þeirra við þá flokka sem svöruðu beiðninni takmörkunum háður. Af stefnuskrám má ráða að hallinn aukist um tæplega 50 ma.kr. hjá Vinstri grænum, Flokki fólksins og Framsókn. Hjá Miðflokki er aukningin í námunda við 150 ma.kr. og ríflega 200 ma.kr. hjá Frjálslyndu lýðræðishreyfingunni. Sósíalistaflokkurinn trónir svo á toppnum eða botninum, eftir því hvernig á það er litið, með auknum halla um ca. 250 ma.kr. Það helgast fyrst og fremst af geigvænlegum áætlunum um húsnæðisbætur og -uppbyggingu í bland við lækkun skatta á lægri og millitekjuhópa. Gefið í botn í uppsveiflu Staðan er sú að ef flestir flokkanna hyggjast standa við orð sín kallar það á að methalli á ríkissjóði verði aukinn enn meira. Halli sem er nú rekinn ofan í hraða viðspyrnu og háa verðbólgu sem setur Seðlabankanum þann einn nauðuga kost að hækka vexti til að forðast verðbólguspíral ef ríkið stígur enn fastar á bensíngjöfina. Er það nema von, allir ættu að vita að eitthvað verður ekki til úr engu – ríkisútgjöld og auknar skuldir eru aldrei ókeypis þótt hvort tveggja geti verið gagnleg tól. Kjósendur eiga betra skilið en innistæðulítil loforð Það lítur út fyrir að Halli Ríkissjóðs nái örugglega inn á þing. Halli og skuldsetning eru góð tól í niðursveiflu til að milda höggið á hagkerfið eins og við fundum svo vel í kórónaveirukreppunni. Slík tól eru ekki eilífðarvél, hafa minni ávinning í uppsveiflu og geta þróast út í skaðræði. Kjósendur eiga betra skilið en að ríkið rýri eignir og kaupmátt landsmanna og eigin aðgerðir með ósjálfbærum hallarekstri. Sé það ekki ætlun flokkana eiga kjósendur líka skilið að gera sér betur grein fyrir forgangsröðun. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Efnahagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við könnumst öll við þessa sögu: Stjórnmálaflokkur lofar öllu fögru – að lækka skatta á alla nema þá tekjuhæstu, stórauka framlög til mennta- og heilbrigðiskerfis, hækka bætur og allt skal verða betra. Flokkurinn kemst á þing og í ríkisstjórn þar sem eitthvað minna verður um efndir þannig að raunveruleiki fjárlagagerðarinnar skvettir ísköldu vatni framan í kjósendur, enda var forgangsröðunin aldrei mjög skýr. Hveitibrauðsdögunum er lokið, óánægjan mikil, traustið rýrt og fylgið farið. Það er greinilegt að allir þeir flokkar sem nú bjóða sig fram til Alþingis eru í harðri samkeppni um hylli kjósenda og passa því miður ágætlega inn í þessa sögu. Það er engin tilviljun að loforðaflaumurinn sé í algleymingi enda hefur samkeppnin um hylli kjósenda aldrei verið meiri. Séu stefnur flokkanna skoðaðar eru loforð um aukin útgjöld eða lægri skatta fimmfalt fleiri en tillögur sem draga úr útgjöldum eða auka tekjur. Er þá fyrirséð að aukið verði við í 320 ma.kr. áætlaðan halla ríkissjóðs í ár? Verður Halli Ríkissjóðs kjörinn á þing? Verða kjósendur enn og aftur fyrir vonbrigðum? 4 af 10 flokkum sýna á spilin Vegna þessa lagðist Viðskiptaráð ásamt Samtökum atvinnulífsins í nánari skoðun á hverjar áætlanir flokkana eru í ríkisfjármálum og er sú greining birt í dag. Send var spurning á flokkana tíu um hvernig þeir hyggjast haga sínum ríkisfjármálum öðruvísi en nú er gert. Aðeins fjórir flokkar svöruðu beiðninni og með mismunandi hætti. Fyrir hina flokkana sex lögðu VÍ og SA mat á hversu mikið tillögurnar myndu auka halla ríkissjóðs frá því sem nú er. Niðurstöðurnar eru afar áhugaverðar. Aukinn halli nær allsstaðar Byrjum á þeim flokkum sem svöruðu beiðninni. Ef tekið er tillit til þess að sumir flokkar ráðgera aukin efnahagsumsvif er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem ætlar ekki að auka halla ríkissjóðs. Samfylking hyggst hækka skatta og útgjöld og auka hallann um 13 ma.kr., en á það sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum, og rúmlega það, að ekki er gert ráð fyrir öllum þeim aðgerðum sem eru á stefnuskrá. Viðreisn hyggst fara í fjölbreyttar aðgerðir sem án efnahagsbata auka halla ríkissjóðs um 6 ma.kr. Píratar gera ráð fyrir mjög mikið bættumefnahagsforsendum og auknum afgangi, en án þessa eykst hallinn, og þar með slakinn í ríkisfjármálum, um ríflega 40 ma.kr. Myndin er talsvert skrautlegri ef horft er í stefnuskrár þeirra flokka sem ekki svöruðu beiðninni, en til að allrar sanngirni sé gætt þá er samanburður þeirra við þá flokka sem svöruðu beiðninni takmörkunum háður. Af stefnuskrám má ráða að hallinn aukist um tæplega 50 ma.kr. hjá Vinstri grænum, Flokki fólksins og Framsókn. Hjá Miðflokki er aukningin í námunda við 150 ma.kr. og ríflega 200 ma.kr. hjá Frjálslyndu lýðræðishreyfingunni. Sósíalistaflokkurinn trónir svo á toppnum eða botninum, eftir því hvernig á það er litið, með auknum halla um ca. 250 ma.kr. Það helgast fyrst og fremst af geigvænlegum áætlunum um húsnæðisbætur og -uppbyggingu í bland við lækkun skatta á lægri og millitekjuhópa. Gefið í botn í uppsveiflu Staðan er sú að ef flestir flokkanna hyggjast standa við orð sín kallar það á að methalli á ríkissjóði verði aukinn enn meira. Halli sem er nú rekinn ofan í hraða viðspyrnu og háa verðbólgu sem setur Seðlabankanum þann einn nauðuga kost að hækka vexti til að forðast verðbólguspíral ef ríkið stígur enn fastar á bensíngjöfina. Er það nema von, allir ættu að vita að eitthvað verður ekki til úr engu – ríkisútgjöld og auknar skuldir eru aldrei ókeypis þótt hvort tveggja geti verið gagnleg tól. Kjósendur eiga betra skilið en innistæðulítil loforð Það lítur út fyrir að Halli Ríkissjóðs nái örugglega inn á þing. Halli og skuldsetning eru góð tól í niðursveiflu til að milda höggið á hagkerfið eins og við fundum svo vel í kórónaveirukreppunni. Slík tól eru ekki eilífðarvél, hafa minni ávinning í uppsveiflu og geta þróast út í skaðræði. Kjósendur eiga betra skilið en að ríkið rýri eignir og kaupmátt landsmanna og eigin aðgerðir með ósjálfbærum hallarekstri. Sé það ekki ætlun flokkana eiga kjósendur líka skilið að gera sér betur grein fyrir forgangsröðun. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun