Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. september 2021 11:35 Fréttastofa ræddi við Ratcliffe sem var kominn til landsins til að sitja málþing á vegum verkefnis síns um villta laxastofninn. vísir/sigurjón Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe. Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Sjá meira
Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe.
Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Sjá meira