Að kaupa rafmagnshjól ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2021 12:57 Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Aðsend Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó. Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri. Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri.
Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira