Sigurjón kom vel út úr nýrri tölfræðigreiningu HB Statz Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 15:00 Sigurjón Guðmundsson varði átján skot í marki HK gegn KA í 1. umferð Olís-deildar karla. vísir/vilhelm Sigurjón Guðmundsson, markvörður HK, stimplaði sig inn í Olís-deildina með látum í leiknum gegn KA í síðustu umferð. Hann varði sérstaklega vel úr hornunum. Ein af nýjungunum hjá HB Statz, sem heldur utan um tölfræðina í Olís-deildunum, er að hægt er að sjá hvernig markverðir verja úr hverri stöðu. Þegar litið er á frammistöðu markvarðanna í þeim fimm leikjum sem er lokið í Olís-deild karla stendur Sigurjón upp úr þegar kemur að markvörslu úr hornum. Í leiknum gegn KA á fimmtudaginn varði hann sjö skot úr horni, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Næstur kemur Nicholas Satchwell sem varði þrjú hornaskot gegn HK (fimmtíu prósent). KA vann leikinn með þriggja marka mun, 25-28. Sigurjón gekk einnig vel að eiga við skot fyrir utan og varði sjö skot þaðan, eða 43,8 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Satchwell og Björgvin Páll Gústavsson, Val, vörðu flest skot fyrir utan, eða átta hvor. Satchwell varði 38 prósent skota sinna fyrir utan og Björgvin Páll helminginn. Sigurjón og Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, vörðu flest skot úr gegnumbrotum, eða tvö hvor. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell átti góðan leik í Kórnum.vísir/vilhelm Satchwell reyndist línumönnum HK afar erfiður en hann varði fimm skot frá þeim (71,4 prósent) sem er lygileg tölfræði. Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu, varði fjögur skot af línu (fimmtíu prósent). Einar Baldvin varði tvö skot úr hraðaupphlaupum líkt og Aron Rafn Eðvarðsson hjá Haukum. Hægt er að sjá tölfræðina yfir hvernig markverðir verja úr hverri stöðu fyrir sig með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Sigurjón fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í Seinni bylgjunni á föstudaginn. „Hann eiginlega bara hélt HK inni í þessum leik eins lengi og þeir voru inni í þessum leik. Hann var algjörlega frábær og svona á sama tíma var Satchwell að verja mjög lítið,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Það eru nokkur ár síðan að maður heyrði af þessum strák og hann var víst mjög góður í Grill-deildinni í fyrra. Það er bara virkilega gaman að sjá hann stimpla sig svona inn í fyrsta leik. Hann á heldur ekki langt að sækja hæfileikana.“ Theodór vísaði þar til þess að faðir Sigurjóns er Guðmundur Hrafnkelsson sem lék yfir fjögur hundruð leiki í marki íslenska landsliðsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla HK Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Ein af nýjungunum hjá HB Statz, sem heldur utan um tölfræðina í Olís-deildunum, er að hægt er að sjá hvernig markverðir verja úr hverri stöðu. Þegar litið er á frammistöðu markvarðanna í þeim fimm leikjum sem er lokið í Olís-deild karla stendur Sigurjón upp úr þegar kemur að markvörslu úr hornum. Í leiknum gegn KA á fimmtudaginn varði hann sjö skot úr horni, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Næstur kemur Nicholas Satchwell sem varði þrjú hornaskot gegn HK (fimmtíu prósent). KA vann leikinn með þriggja marka mun, 25-28. Sigurjón gekk einnig vel að eiga við skot fyrir utan og varði sjö skot þaðan, eða 43,8 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Satchwell og Björgvin Páll Gústavsson, Val, vörðu flest skot fyrir utan, eða átta hvor. Satchwell varði 38 prósent skota sinna fyrir utan og Björgvin Páll helminginn. Sigurjón og Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, vörðu flest skot úr gegnumbrotum, eða tvö hvor. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell átti góðan leik í Kórnum.vísir/vilhelm Satchwell reyndist línumönnum HK afar erfiður en hann varði fimm skot frá þeim (71,4 prósent) sem er lygileg tölfræði. Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu, varði fjögur skot af línu (fimmtíu prósent). Einar Baldvin varði tvö skot úr hraðaupphlaupum líkt og Aron Rafn Eðvarðsson hjá Haukum. Hægt er að sjá tölfræðina yfir hvernig markverðir verja úr hverri stöðu fyrir sig með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Sigurjón fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í Seinni bylgjunni á föstudaginn. „Hann eiginlega bara hélt HK inni í þessum leik eins lengi og þeir voru inni í þessum leik. Hann var algjörlega frábær og svona á sama tíma var Satchwell að verja mjög lítið,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Það eru nokkur ár síðan að maður heyrði af þessum strák og hann var víst mjög góður í Grill-deildinni í fyrra. Það er bara virkilega gaman að sjá hann stimpla sig svona inn í fyrsta leik. Hann á heldur ekki langt að sækja hæfileikana.“ Theodór vísaði þar til þess að faðir Sigurjóns er Guðmundur Hrafnkelsson sem lék yfir fjögur hundruð leiki í marki íslenska landsliðsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla HK Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira