Enn einn slagurinn um skuldaþak með yfirvofandi hættu á vanskilum Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 15:02 Bandaríkjaþing er bundið af skuldaþaki. Verði það ekki hækkað getur ríkissjóður Bandaríkjanna ekki greitt af skuldum sínum einhvern tímann í næsta mánuði. Allt logar í illdeildum á milli flokkanna tveggja um hvernig eigi að hækka þakið. Vísir/EPA Ekkert samkomulag hefur enn náðst á Bandaríkjaþingi um fjárlög eða nauðsynlega hækkun skuldaþaks ríkissjóðs þegar innan við tvær vikur eru þar til núverandi fjárlagaári lýkur. Bandaríski ríkissjóðurinn gæti jafnframt endað í vanskilum í næsta mánuði sem er talið geta haft afleiðingar sem jafnast á við fjármálahrunið árið 2008. Fjárlagaárinu í Bandaríkjunum lýkur í lok þessa mánaðar. Verði ný fjárlög, eða að minnsta kosti bráðabirgðafjárveiting, ekki samþykkt fyrir 1. október þarf að loka hluta alríkisstofnana. Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn hafa átt erfitt með að ná saman um fjárlög undanfarin ár. Þær deilur hafa í nokkrum tilfellum leitt til þess að loka hefur þurft alríkisstofnunum tímabundið, síðast í desember árið 2018 til janúar 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti, neitaði að staðfesta fjárlög nema að umdeildur landamæraveggur hans yrði fjármagnaður. Inn í þræturnar um fjármál ríkisins spila áratugagömul lög sem setja þak á skuldir ríkissjóðs. Nær alla 20. öldina samþykktu flokkarnir sameiginlega að hækka skuldaþakið reglulega en breyting varð á í forsetatíð Baracks Obama þegar repúblikanar, sem höfðu völdin á Bandaríkjaþingi, neituðu að hækka skuldaþakið nema Obama féllist á að drepa sjúkratryggingalög sín, stærsta pólitíska sigur sinn. Síðan þá hafa repúblikana notað skuldaþakið til þess að binda hendur Obama og nú Biden þegar kemur að fjármögnun aðgerða þeirra. Bandaríkjaþing stendur nú enn frammi fyrir því að þurfa að hækka skuldaþakið til að fjármálaráðuneytið geti haldið áfram að greiða skuldir ríkisins. Ráðuneytið áætlar að það hafi fullnýtt þær leiðir sem það hefur til að standa í skilum á greiðslum á skuldum einhvern tímann í október verði þakið ekki hækkað áður. Janet Yellen, fjármálaráðherra, segir að slík vanskil yrðu fordæmalaus í sögu Bandaríkjanna. Dauðadæmt frumvarp demókrata til að bjarga málunum Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, samþykktu frumvarp um fjármögnun alríkisstofnana fram í byrjun desember og hækkun skuldaþaksins í gær. Atkvæðagreiðslan fór algerlega eftir flokkslínum og greiddu þingmenn repúblikana atkvæði gegn frumvarpinu. Í frumvarpinu var einnig að finna tugmilljarða neyðaraðstoð vegna afleiðinga fellibyljarins Idu, annarra náttúruhamfara og stuðning við fólk sem var forðað frá Afganistan þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið um síðustu mánaðamót. Nær öruggt er talið að frumvarpsins bíði algert skipbrot í öldungadeildinni þar sem flokkarnir eru með jafnmarga þingmenn. Að nafninu til dugir einfaldur meirihluti til að samþykkja frumvörp þar. Reglur deildarinnar þýða þó að ef einn einasti þingmaður segist ætla að halda uppi málþófi um frumvarp þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða atkvæði með því að ljúka umræðu um það. Svo gott sem útilokað er að demókratar fái tíu þingmenn repúblikana til að greiða atkvæði með sér um fjárveitingar og skuldaþakið. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, vísar allri ábyrgð á skuldum ríkissjóðs á hendur demókrata vegna þess að þeir fara með meirihluta á þingi. Fram að þessu hafa báðir flokkar þurft að standa að hækkun skuldaþaks ríkissjóðs.AP/J. Scott Applewhite Vilja að demókratar sitji uppi með svartapétur Repúblikanar eru algerlega mótfallnir fjárlagafrumvarpinu og ætla sér að fella það jafnvel þó að það þýði að alríkisstofnanir verði ófjármagnaðar eftir mánaðamót. Þeir segjast ekki geta stutt aukin ríkisútgjöld. Þá vilja þeir aðeins hækka skuldaþakið ef demókratar skera fjárlög sín verulega niður, þar á meðal margmilljarða frumvarp Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu. „Ég ætla ekki að skrifa upp á óútfyllta ávísun á meðan þessi meirihluti vinnur að glæfralegustu útgjaldaaukningu ríkisins í kynslóðir,“ sagði Dan Meuser, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu í umræðum um frumvarp demókrata í gær. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir það vandamál demókrata að afla frumvarpi um fjármögnun alríkisstjórnarinnar nægs fylgis á þingi þar sem þeir fari með meirihlutann. Þegar hann leiddi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni undanfarin ár þurfti McConnell þó sjálfur að reiða sig á stuðning þingmanna demókrata til að þess að komast í kringum skuldaþakið, að sögn AP-fréttastofunnar. Í tíð Trump, fyrrverandi forseta, hækkuðu skuldir alríkisins um 80.000 milljarða dollara. Repúblikanar voru með meirihluti í öldungadeildinni allt kjörtímabil hans og meirihluta í fulltrúadeildinni fyrstu tvö árin. Demókratar studdu að hækka skuldaþakið í þrígang í tíð Trump. Demókratar hafna því að þeir eigi einir að bera ábyrgð á því að hækka skuldaþakið nú því það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga sem báðir flokkar hafa lagt á herðar ríkissjóðs undanfarin ár. „Hver sá sem segir að þetta séu skuldir demókrata talar ekki um staðreyndir heldur skáldskap. Báðir flokkar bera ábyrgð á því að greiða skuldirnar sem við höfum þegar gengist undir,“ segir Chuck Schumer, oddviti demókrata í öldungadeildinni. Chuck Schumer, oddviti demókrata í öldungadeildinni, segir það af og frá að demókratar eigi einir að axla ábyrgð á skuldum ríkisins sem báðir flokkar hafa stofnað til undanfarin ár.AP/J. Scott Applewhite Gæti jafnast á við kreppuna 2008 Haldi þráteflið áfram og skuldaþakið verður ekki hækkað gætu afleiðingarnar orðið efnahagsleg niðursveifla sem jafnast á við fjármálakreppuna árið 2008 samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Moody's Analytics. Lendi ríkissjóður Bandaríkjanna í vanskilum gæti það kostað bandaríska hagkerfið allt að sex milljónir starfa og þurrkað út allt að 15.000 milljarða dollara af eignum heimilanna í landinu. Atvinnuleysi gæti hækkað úr fimm prósentum í níu, að því er segir í frétt Washington Post um niðurstöður Moody's. Fyrirtækið áætlar að skuldaþakinu gæti verið náð 20. október. Jafnvel þó að samkomulags náist áður en allt fer á versta veg gætu deilurnar nú haft áhrif á efnahaf Bandaríkjanna. Óvissan um hvort að Bandaríkin ætli að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gæti dregið úr trú á alríkisstjórninni á alþjóðavísu og lántökukostnaður hennar aukist. „Það að tefla á tæpasta vað í kringum þetta ferli á eftir að koma fram í hærri kostnaði fyrir skattgreiðendur. Það kostar að gera þetta á hátt sem er ekki að minnsta kosti að hluta til þverpólitískur,“ segir Mark Zandi, aðalhagfræðingur Moody's. Bandaríkin Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Fjárlagaárinu í Bandaríkjunum lýkur í lok þessa mánaðar. Verði ný fjárlög, eða að minnsta kosti bráðabirgðafjárveiting, ekki samþykkt fyrir 1. október þarf að loka hluta alríkisstofnana. Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn hafa átt erfitt með að ná saman um fjárlög undanfarin ár. Þær deilur hafa í nokkrum tilfellum leitt til þess að loka hefur þurft alríkisstofnunum tímabundið, síðast í desember árið 2018 til janúar 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti, neitaði að staðfesta fjárlög nema að umdeildur landamæraveggur hans yrði fjármagnaður. Inn í þræturnar um fjármál ríkisins spila áratugagömul lög sem setja þak á skuldir ríkissjóðs. Nær alla 20. öldina samþykktu flokkarnir sameiginlega að hækka skuldaþakið reglulega en breyting varð á í forsetatíð Baracks Obama þegar repúblikanar, sem höfðu völdin á Bandaríkjaþingi, neituðu að hækka skuldaþakið nema Obama féllist á að drepa sjúkratryggingalög sín, stærsta pólitíska sigur sinn. Síðan þá hafa repúblikana notað skuldaþakið til þess að binda hendur Obama og nú Biden þegar kemur að fjármögnun aðgerða þeirra. Bandaríkjaþing stendur nú enn frammi fyrir því að þurfa að hækka skuldaþakið til að fjármálaráðuneytið geti haldið áfram að greiða skuldir ríkisins. Ráðuneytið áætlar að það hafi fullnýtt þær leiðir sem það hefur til að standa í skilum á greiðslum á skuldum einhvern tímann í október verði þakið ekki hækkað áður. Janet Yellen, fjármálaráðherra, segir að slík vanskil yrðu fordæmalaus í sögu Bandaríkjanna. Dauðadæmt frumvarp demókrata til að bjarga málunum Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, samþykktu frumvarp um fjármögnun alríkisstofnana fram í byrjun desember og hækkun skuldaþaksins í gær. Atkvæðagreiðslan fór algerlega eftir flokkslínum og greiddu þingmenn repúblikana atkvæði gegn frumvarpinu. Í frumvarpinu var einnig að finna tugmilljarða neyðaraðstoð vegna afleiðinga fellibyljarins Idu, annarra náttúruhamfara og stuðning við fólk sem var forðað frá Afganistan þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið um síðustu mánaðamót. Nær öruggt er talið að frumvarpsins bíði algert skipbrot í öldungadeildinni þar sem flokkarnir eru með jafnmarga þingmenn. Að nafninu til dugir einfaldur meirihluti til að samþykkja frumvörp þar. Reglur deildarinnar þýða þó að ef einn einasti þingmaður segist ætla að halda uppi málþófi um frumvarp þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða atkvæði með því að ljúka umræðu um það. Svo gott sem útilokað er að demókratar fái tíu þingmenn repúblikana til að greiða atkvæði með sér um fjárveitingar og skuldaþakið. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, vísar allri ábyrgð á skuldum ríkissjóðs á hendur demókrata vegna þess að þeir fara með meirihluta á þingi. Fram að þessu hafa báðir flokkar þurft að standa að hækkun skuldaþaks ríkissjóðs.AP/J. Scott Applewhite Vilja að demókratar sitji uppi með svartapétur Repúblikanar eru algerlega mótfallnir fjárlagafrumvarpinu og ætla sér að fella það jafnvel þó að það þýði að alríkisstofnanir verði ófjármagnaðar eftir mánaðamót. Þeir segjast ekki geta stutt aukin ríkisútgjöld. Þá vilja þeir aðeins hækka skuldaþakið ef demókratar skera fjárlög sín verulega niður, þar á meðal margmilljarða frumvarp Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu. „Ég ætla ekki að skrifa upp á óútfyllta ávísun á meðan þessi meirihluti vinnur að glæfralegustu útgjaldaaukningu ríkisins í kynslóðir,“ sagði Dan Meuser, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu í umræðum um frumvarp demókrata í gær. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir það vandamál demókrata að afla frumvarpi um fjármögnun alríkisstjórnarinnar nægs fylgis á þingi þar sem þeir fari með meirihlutann. Þegar hann leiddi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni undanfarin ár þurfti McConnell þó sjálfur að reiða sig á stuðning þingmanna demókrata til að þess að komast í kringum skuldaþakið, að sögn AP-fréttastofunnar. Í tíð Trump, fyrrverandi forseta, hækkuðu skuldir alríkisins um 80.000 milljarða dollara. Repúblikanar voru með meirihluti í öldungadeildinni allt kjörtímabil hans og meirihluta í fulltrúadeildinni fyrstu tvö árin. Demókratar studdu að hækka skuldaþakið í þrígang í tíð Trump. Demókratar hafna því að þeir eigi einir að bera ábyrgð á því að hækka skuldaþakið nú því það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga sem báðir flokkar hafa lagt á herðar ríkissjóðs undanfarin ár. „Hver sá sem segir að þetta séu skuldir demókrata talar ekki um staðreyndir heldur skáldskap. Báðir flokkar bera ábyrgð á því að greiða skuldirnar sem við höfum þegar gengist undir,“ segir Chuck Schumer, oddviti demókrata í öldungadeildinni. Chuck Schumer, oddviti demókrata í öldungadeildinni, segir það af og frá að demókratar eigi einir að axla ábyrgð á skuldum ríkisins sem báðir flokkar hafa stofnað til undanfarin ár.AP/J. Scott Applewhite Gæti jafnast á við kreppuna 2008 Haldi þráteflið áfram og skuldaþakið verður ekki hækkað gætu afleiðingarnar orðið efnahagsleg niðursveifla sem jafnast á við fjármálakreppuna árið 2008 samkvæmt skýrslu greiningarfyrirtækisins Moody's Analytics. Lendi ríkissjóður Bandaríkjanna í vanskilum gæti það kostað bandaríska hagkerfið allt að sex milljónir starfa og þurrkað út allt að 15.000 milljarða dollara af eignum heimilanna í landinu. Atvinnuleysi gæti hækkað úr fimm prósentum í níu, að því er segir í frétt Washington Post um niðurstöður Moody's. Fyrirtækið áætlar að skuldaþakinu gæti verið náð 20. október. Jafnvel þó að samkomulags náist áður en allt fer á versta veg gætu deilurnar nú haft áhrif á efnahaf Bandaríkjanna. Óvissan um hvort að Bandaríkin ætli að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gæti dregið úr trú á alríkisstjórninni á alþjóðavísu og lántökukostnaður hennar aukist. „Það að tefla á tæpasta vað í kringum þetta ferli á eftir að koma fram í hærri kostnaði fyrir skattgreiðendur. Það kostar að gera þetta á hátt sem er ekki að minnsta kosti að hluta til þverpólitískur,“ segir Mark Zandi, aðalhagfræðingur Moody's.
Bandaríkin Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira