Að þykja vænt um kennitöluna sína Svavar Guðmundsson skrifar 22. september 2021 22:00 Þessa dagana glitrar og dafnar brauðmolakenningin sem aldrei fyrr þar til hún visnar og deyr þann 26. september næstkomandi, daginn eftir að kosningaúrslit liggja fyrir. Það liggur í orðanna hljóðan hvað brauðmolakenningin er og sá sem ekki skilur hana hefur aldrei séð hina gefa öndunum brauð niðri við Tjörn, bara hent sínum matarafgöngum fram af svölum sínum þar sem hann nennti ekki að fara til fuglanna og færa þeim brauðið. Auðvelt er að tengja þetta myndrænt við kosningar nú, kjósendur eru endurnar í tjörninni og frambjóðendur standa á tjarnarbakkanum og kasta í þær útrunnu brauði. Alfrekustu endurnar fá kannski kleinubita þótt útrunninn sé einnig, gómsætur engu að síður. Af hverju segi ég að brauðið sem kastað er í okkur kjós-endurnar sé útrunnið? Jú, þetta eru alltaf sömu kosningaloforðin frá því fyrir síðustu og þar-þar-þar-síðustu kosningar, útrunna brauðið er semsagt útrunnið kosningaloforð sem er endurtekið nú aftur og ítrekað. Brauðskorpuhagfræðin er fjögurra ára nám, semsagt eitt kjörtímabil. En hvað með „gæjann“ á svölunum sem hendir sínum matarafgöngum bara sísona fram af þeim upp á von og óvon að einhver komi að sækja það sem hann vill ekki sjálfur þurfa að „éta ofan í sig“? Í gráglettni hæverskunnar er hin hliðin á brauðmolahagfræðikenningunni sú að gæinn á svölunum situr nú á þingi og langt í næstu kosningar. Og þó að hann sé ekki óstaðsettur í hús þá veit hann að allflestir kjósendur, sem eru jú alvöruendur, þora ekki að banka upp á hjá honum og biðja um þetta litla sem lofað var fyrir síðustu kosningar, og það er ekki verið að biðja um neitt álegg með, bara brauðsneiðina eina og sér. Gæinn á svölunum gæti allt eins líka verið nútíma sófaþingmaðurinn sem rífur kjaft allan daginn á Fésbók, gagnrýnir alla flokka í kringum sig og leggur sjaldan eða aldrei gott né gagnlegt til málanna. Svona sólstofupípur eru því miður orðnar dragbítar á kjörfylgi síns eigin flokks. Yfirborðskennt oflof Þegar einhver lofar mig í hástert og það ítrekað finnst mér það óþægilegt og mér líður líka eins og verið sé að gera grín að mér í leiðinni. Og af því að í mínu tilfelli er akkúrat engin innistæða fyrir því þá kalla ég það hræsni, já, allt oflof er í mínum huga hræsni. Nú mætti með sanni segja að frambjóðendur séu að springa úr ást á kjósendum, gætum kallað það „oflove“ þar sem öllu er lofað innanbúðar og umbúðalaust. Skattahækkun, skattalækkun, meira að segja eingreiðsla af helmingsafgangi úr ríkissjóði, millifært á hvert mannsbarn ár hvert þann 17. júní . Fyrir sauðdrukkna tilviljun rakst ég í gær á vel bústinn frambjóðanda fyrir framan Bæjarins bestu, með remúlaði á báðum skónum, hráan lauk á nefbroddi og alla vasa kjaftfulla af loforðapésum. Hann reyndi að gera sig skiljanlegan við mig og ég sagði honum þá að vera ekki að tala með kjaftfullan munn, enga svona þvælu ef þú ætlar að komast áfram í pólitík, sagði ég einbeittur. Hey, splæsir þú ekki á mig einni með öllu, spurði ég frambjóðandann, og gos með? Jú, ekki málið, sagði hann aftur, kinkaði kolli því að aftur gat hann ekki talað um leið og hann þurrkaði sér í framan með einum loforðapésanum. Ég þakkaði honum fyrir sníkjuna í mér og kvaddi hann. Svona rausnarskapur hefði aldrei gerst á miðju kjörtímabili, no way, José, bara í kosningaaðdraganda. Spölkorn frá sá ég síðan ráðherra læða tugum þúsunda í vasa öryrkja sem hann hafði keyrt niður á rafhjólinu sínu, svo hann færi ekki með atvikið inn í einhvern öfgahóp. Heyrði ég á frekara tal þeirra og þegar kom í ljós að öryrkinn var líka eldri borgari, þá tvöfaldaði ráðherra upphæðina, að mér virtist. Eldriöryrkjaborgarinn þakkaði ráðherranum rausnarskapinn og þeir slógu í „fimmu“ og hann klykkti út með að hann myndi kaupa sér kerfisseðil í lottóinu fyrir helminginn af hans höfðingsskap. Hringrásarhagkerfið tíðrædda, sem er orðið hið fínasta orð í skorthagfræði stjórnmálanna, er hvergi eins skýrt og í lottóspilun landsmanna, þar sem fátækasta vonin býr. Ástæðan er ofureinföld, öryrkjar og flestir eldri borgarar eru stærstu lottóspilarar landsins og stærsti þiggjandi úr lottópottinum er sjálft Öryrkjabandalagið. Því mætti segja með sanni að þarna hitti vonin ömmu sína. Sammála í að vera ósátt Hvernig hef ég eiginlega áunnið mér þau forréttindi að fá að fæðast sem Íslendingur? spyr ég mig stundum og átta mig nú á að ég mætti spyrja mig þess æ oftar. Ég er ekki Instagram krúttsprengja en ég er afsprengi allra forfeðra minna í samsetningu manneskjunnar sem ég er. Og það stefnir í sprengingu flokka sem ætla sér að ná í þægilegt vellaunað þingsæti, búmm, bara sísona. Já, offramboð á stjórnmálaflokkum er ávísun á stjórnleysi, ekki síst á stjórnarkreppur. Ísland er klárlega sannkölluð ævintýraeyja, vissulega land tækifæra, þó ekki allra landsmanna, en því er auðveldlega hægt að breyta eins og loksins er kominn vilji til. Nú er tækifærið að standa við öll loforðin og skortur á yfirsýn kemur engum að gagni þegar vísa á réttu leiðina til farsældar og koma skattahækkanir og uppbrot fyrirtækja þjóðarskútunni síst til hafs úr höfn. Um næstu helgi eru kosningar og ef þið sjáið remúlaðislettur á gylltum spariskóm fyrir utan Vínbúðina í Kringlunni þá er það „stór“vinur minn, biðjið hann bara um hvað sem er, því það er ekki víst að það verði hægt í næstu viku. Eftir að hafa hlustað á helstu frambjóðendur undanfarið og séð slagorðin og upphrópanir þeirra mætti halda og skilja að allt væri hér á ystu brún vesældar, vonleysis og almenns pirrings þar sem hálf þjóðin færi hvern dag fram úr á krepptum hnefanum þrátt fyrir styttingu vinnuvikunnar. Af athygli hef ég hlustað á flesta frambjóðendur og ljóst er að málefnin eru mörg og um leið fullljóst að flokkar til framboðs til Alþingis eru allt, allt of margir. Þar liggur hin stærsta meinsemd skynseminnar. Það þarf enginn að segja okkur að það séu 10 ólíkar skoðanir á flestum mikilvægustu málaflokkunum. Svo er ekki. Marga af þessum flokkum væri hægðarleikur að sameina, svo keimlík er dagskrárgerð þeirra í flestum málum. Hægt væri að sameina fimm flokka í einn. Þrátt fyrir að hægt væri að sameina þessa fimm flokka í einn er ekki nokkur leið að formenn þeirra gætu komið sér saman um hvernig veðrið er þá stundina þó þeir stæðu öll undir sömu regnhlífinni samtímis, þjóðin þarfnast ekki slíkrar regnhlífarpólitíkur. Ísland þarf ekki að vera rautt nema á gervitunglamyndum. Að rugga sjóhraustum bát Kosningabaráttunni nú mætti líkja við hina fullkomnu brauðmolapólitík og hversu auðvelt er að stíga fram á fjögurra ára fresti eða sem nýr Sósíalisti og birtast sem yfirborðskenndur töframaður með sprota sem maður veldur ekki. Mér finnst núverandi ríkisstjórn hafa staðið sig heilt yfir vel þótt alltaf megi gera betur, en enginn borðar tvær máltíðir í einu. Undanfarið höfum við heyrt ofsafengnar upphrópanir um öfgar, fyrirhuguð skemmdarverk á fyrirtækjum og annað allskonar upphlaup og kjaftæði, fullkomið óraunsæi sem litast fyrst og fremst af beiskju og biturð fremur en nokkru sem gæti kallast pólitík. Að kjósa ofsafengnar öfgar og annað fullkomið óraunsæi mætti líkja við það að ýta mannlausum bát úr vör, hann er fyrir vikið algerlega stjórnlaus og rekur hratt á fjörur. Það sést best á fjölda flokka í framboði hvað margir vilja vera á fyrsta farrými á skemmtiferðaskipinu sem aldrei lætur úr höfn því sífellt er verið að bæta við káetum og fjölga þilförum. Þetta bryggjufastasta skemmtiferðaskip gæti heitið Báknið og til þess að það komist einhvern tímann til hafs þarf að fækka um borð því það er alltof þungt, auk þess eru farþegatakmarkanir um borð í öllum nutíma farþegaskipum. Til að ljúka þessu þá getum við verið sammála um margt og allt er hægt að laga og einfalda, það þarf ekki mörg ólík kosningapróf til þess. Og í einu mesta velferðarríki á byggðu bóli á heilbrigðiskerfi þess aldrei að vera kosningamál, það er barnaskapur og seinþroskamerki. Það þarf að stokka upp í því smákóngakerfi sem heilbrigðiskerfið er, læknar eiga að lækna og láta annað eiga sig, þá verður kannski hætt að rífast um þessa tvo milljarða sem hefur „vantað“ í kerfið svo árum skiptir. Og nú er forgangur að ljúka einu langlífasta og þrasgjarnasta máli þjóðarinnar, sem er núverandi kerfi um stöðu eldri borgara og öryrkja þar sem allir tapa og það er ekki síður heilbrigðisvandamál, því það er þjóðarmein. Sköpum störf, án nýrra starfa fækkar vinnandi höndum, minnkum gráðuvæðingu þjóðarinnar, við þurfum ekki alla þessa menntun ef við fjölgum ekki störfum. Og ef við snúum ekki af þeirri braut verður hver sálfræðingur orðinn ígildi heimilislæknis, hver fjölskylda verður þá komin með sinn sameiginlega heimilissálfræðing. Ekki vildi ég vera með sama sálfræðing og systir mín, því fylgir engin blessun því við segjum hvort öðru allt sem skiptir ekki máli. Við skulum einnig hafa það hugfast að við getum stórlega þakkað öllum þeim fjölda útlendinga sem hér starfa fyrir hluta af þeirri hagþróun sem hefur verið hér undanfarin ár Já, málefnin eru mörg en það eru ekki 10 ólíkar ástæður til þess að rífast um þau. Og ef eitthvað er þá skemmir þessi fjöldi fyrir heildarhagsmunum þjóðarinnar þar sem áhugi á að mæta á kjörstað fer minnkandi sökum ruglingslegs raunsæis, rangfærslna og oftúlkana. Kjósendur eru ekki bjánar, þeir eru hipp og kúl og ef þessi fjöldaflokkavitleysa hættir ekki, þá þarf sennilega að hafa forkosningar um hversu margir flokkar megi bjóða fram og svo að kjósa um þá sem kosið var um. Vitleysan má ekki ítrekað verða ofan á. Þegar listabókstafir stjórnmálaflokka lítillar örþjóðar eru orðnir 1/3 af stafrófi hennar má auðveldlega álykta að einhver ætli sér að komast sem laumufarþegi um borð í þjóðarskútuna í stað þess að ýta henni til hafs úr höfn. Kennitala þín er mikilvæg á kjördag, mættu með hana upp á vasann og mundu tveggja metra regluna við ágenga frambjóðendur. Höfundur er fjölyrki og stjórnarmaður í Hlutleysisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þessa dagana glitrar og dafnar brauðmolakenningin sem aldrei fyrr þar til hún visnar og deyr þann 26. september næstkomandi, daginn eftir að kosningaúrslit liggja fyrir. Það liggur í orðanna hljóðan hvað brauðmolakenningin er og sá sem ekki skilur hana hefur aldrei séð hina gefa öndunum brauð niðri við Tjörn, bara hent sínum matarafgöngum fram af svölum sínum þar sem hann nennti ekki að fara til fuglanna og færa þeim brauðið. Auðvelt er að tengja þetta myndrænt við kosningar nú, kjósendur eru endurnar í tjörninni og frambjóðendur standa á tjarnarbakkanum og kasta í þær útrunnu brauði. Alfrekustu endurnar fá kannski kleinubita þótt útrunninn sé einnig, gómsætur engu að síður. Af hverju segi ég að brauðið sem kastað er í okkur kjós-endurnar sé útrunnið? Jú, þetta eru alltaf sömu kosningaloforðin frá því fyrir síðustu og þar-þar-þar-síðustu kosningar, útrunna brauðið er semsagt útrunnið kosningaloforð sem er endurtekið nú aftur og ítrekað. Brauðskorpuhagfræðin er fjögurra ára nám, semsagt eitt kjörtímabil. En hvað með „gæjann“ á svölunum sem hendir sínum matarafgöngum bara sísona fram af þeim upp á von og óvon að einhver komi að sækja það sem hann vill ekki sjálfur þurfa að „éta ofan í sig“? Í gráglettni hæverskunnar er hin hliðin á brauðmolahagfræðikenningunni sú að gæinn á svölunum situr nú á þingi og langt í næstu kosningar. Og þó að hann sé ekki óstaðsettur í hús þá veit hann að allflestir kjósendur, sem eru jú alvöruendur, þora ekki að banka upp á hjá honum og biðja um þetta litla sem lofað var fyrir síðustu kosningar, og það er ekki verið að biðja um neitt álegg með, bara brauðsneiðina eina og sér. Gæinn á svölunum gæti allt eins líka verið nútíma sófaþingmaðurinn sem rífur kjaft allan daginn á Fésbók, gagnrýnir alla flokka í kringum sig og leggur sjaldan eða aldrei gott né gagnlegt til málanna. Svona sólstofupípur eru því miður orðnar dragbítar á kjörfylgi síns eigin flokks. Yfirborðskennt oflof Þegar einhver lofar mig í hástert og það ítrekað finnst mér það óþægilegt og mér líður líka eins og verið sé að gera grín að mér í leiðinni. Og af því að í mínu tilfelli er akkúrat engin innistæða fyrir því þá kalla ég það hræsni, já, allt oflof er í mínum huga hræsni. Nú mætti með sanni segja að frambjóðendur séu að springa úr ást á kjósendum, gætum kallað það „oflove“ þar sem öllu er lofað innanbúðar og umbúðalaust. Skattahækkun, skattalækkun, meira að segja eingreiðsla af helmingsafgangi úr ríkissjóði, millifært á hvert mannsbarn ár hvert þann 17. júní . Fyrir sauðdrukkna tilviljun rakst ég í gær á vel bústinn frambjóðanda fyrir framan Bæjarins bestu, með remúlaði á báðum skónum, hráan lauk á nefbroddi og alla vasa kjaftfulla af loforðapésum. Hann reyndi að gera sig skiljanlegan við mig og ég sagði honum þá að vera ekki að tala með kjaftfullan munn, enga svona þvælu ef þú ætlar að komast áfram í pólitík, sagði ég einbeittur. Hey, splæsir þú ekki á mig einni með öllu, spurði ég frambjóðandann, og gos með? Jú, ekki málið, sagði hann aftur, kinkaði kolli því að aftur gat hann ekki talað um leið og hann þurrkaði sér í framan með einum loforðapésanum. Ég þakkaði honum fyrir sníkjuna í mér og kvaddi hann. Svona rausnarskapur hefði aldrei gerst á miðju kjörtímabili, no way, José, bara í kosningaaðdraganda. Spölkorn frá sá ég síðan ráðherra læða tugum þúsunda í vasa öryrkja sem hann hafði keyrt niður á rafhjólinu sínu, svo hann færi ekki með atvikið inn í einhvern öfgahóp. Heyrði ég á frekara tal þeirra og þegar kom í ljós að öryrkinn var líka eldri borgari, þá tvöfaldaði ráðherra upphæðina, að mér virtist. Eldriöryrkjaborgarinn þakkaði ráðherranum rausnarskapinn og þeir slógu í „fimmu“ og hann klykkti út með að hann myndi kaupa sér kerfisseðil í lottóinu fyrir helminginn af hans höfðingsskap. Hringrásarhagkerfið tíðrædda, sem er orðið hið fínasta orð í skorthagfræði stjórnmálanna, er hvergi eins skýrt og í lottóspilun landsmanna, þar sem fátækasta vonin býr. Ástæðan er ofureinföld, öryrkjar og flestir eldri borgarar eru stærstu lottóspilarar landsins og stærsti þiggjandi úr lottópottinum er sjálft Öryrkjabandalagið. Því mætti segja með sanni að þarna hitti vonin ömmu sína. Sammála í að vera ósátt Hvernig hef ég eiginlega áunnið mér þau forréttindi að fá að fæðast sem Íslendingur? spyr ég mig stundum og átta mig nú á að ég mætti spyrja mig þess æ oftar. Ég er ekki Instagram krúttsprengja en ég er afsprengi allra forfeðra minna í samsetningu manneskjunnar sem ég er. Og það stefnir í sprengingu flokka sem ætla sér að ná í þægilegt vellaunað þingsæti, búmm, bara sísona. Já, offramboð á stjórnmálaflokkum er ávísun á stjórnleysi, ekki síst á stjórnarkreppur. Ísland er klárlega sannkölluð ævintýraeyja, vissulega land tækifæra, þó ekki allra landsmanna, en því er auðveldlega hægt að breyta eins og loksins er kominn vilji til. Nú er tækifærið að standa við öll loforðin og skortur á yfirsýn kemur engum að gagni þegar vísa á réttu leiðina til farsældar og koma skattahækkanir og uppbrot fyrirtækja þjóðarskútunni síst til hafs úr höfn. Um næstu helgi eru kosningar og ef þið sjáið remúlaðislettur á gylltum spariskóm fyrir utan Vínbúðina í Kringlunni þá er það „stór“vinur minn, biðjið hann bara um hvað sem er, því það er ekki víst að það verði hægt í næstu viku. Eftir að hafa hlustað á helstu frambjóðendur undanfarið og séð slagorðin og upphrópanir þeirra mætti halda og skilja að allt væri hér á ystu brún vesældar, vonleysis og almenns pirrings þar sem hálf þjóðin færi hvern dag fram úr á krepptum hnefanum þrátt fyrir styttingu vinnuvikunnar. Af athygli hef ég hlustað á flesta frambjóðendur og ljóst er að málefnin eru mörg og um leið fullljóst að flokkar til framboðs til Alþingis eru allt, allt of margir. Þar liggur hin stærsta meinsemd skynseminnar. Það þarf enginn að segja okkur að það séu 10 ólíkar skoðanir á flestum mikilvægustu málaflokkunum. Svo er ekki. Marga af þessum flokkum væri hægðarleikur að sameina, svo keimlík er dagskrárgerð þeirra í flestum málum. Hægt væri að sameina fimm flokka í einn. Þrátt fyrir að hægt væri að sameina þessa fimm flokka í einn er ekki nokkur leið að formenn þeirra gætu komið sér saman um hvernig veðrið er þá stundina þó þeir stæðu öll undir sömu regnhlífinni samtímis, þjóðin þarfnast ekki slíkrar regnhlífarpólitíkur. Ísland þarf ekki að vera rautt nema á gervitunglamyndum. Að rugga sjóhraustum bát Kosningabaráttunni nú mætti líkja við hina fullkomnu brauðmolapólitík og hversu auðvelt er að stíga fram á fjögurra ára fresti eða sem nýr Sósíalisti og birtast sem yfirborðskenndur töframaður með sprota sem maður veldur ekki. Mér finnst núverandi ríkisstjórn hafa staðið sig heilt yfir vel þótt alltaf megi gera betur, en enginn borðar tvær máltíðir í einu. Undanfarið höfum við heyrt ofsafengnar upphrópanir um öfgar, fyrirhuguð skemmdarverk á fyrirtækjum og annað allskonar upphlaup og kjaftæði, fullkomið óraunsæi sem litast fyrst og fremst af beiskju og biturð fremur en nokkru sem gæti kallast pólitík. Að kjósa ofsafengnar öfgar og annað fullkomið óraunsæi mætti líkja við það að ýta mannlausum bát úr vör, hann er fyrir vikið algerlega stjórnlaus og rekur hratt á fjörur. Það sést best á fjölda flokka í framboði hvað margir vilja vera á fyrsta farrými á skemmtiferðaskipinu sem aldrei lætur úr höfn því sífellt er verið að bæta við káetum og fjölga þilförum. Þetta bryggjufastasta skemmtiferðaskip gæti heitið Báknið og til þess að það komist einhvern tímann til hafs þarf að fækka um borð því það er alltof þungt, auk þess eru farþegatakmarkanir um borð í öllum nutíma farþegaskipum. Til að ljúka þessu þá getum við verið sammála um margt og allt er hægt að laga og einfalda, það þarf ekki mörg ólík kosningapróf til þess. Og í einu mesta velferðarríki á byggðu bóli á heilbrigðiskerfi þess aldrei að vera kosningamál, það er barnaskapur og seinþroskamerki. Það þarf að stokka upp í því smákóngakerfi sem heilbrigðiskerfið er, læknar eiga að lækna og láta annað eiga sig, þá verður kannski hætt að rífast um þessa tvo milljarða sem hefur „vantað“ í kerfið svo árum skiptir. Og nú er forgangur að ljúka einu langlífasta og þrasgjarnasta máli þjóðarinnar, sem er núverandi kerfi um stöðu eldri borgara og öryrkja þar sem allir tapa og það er ekki síður heilbrigðisvandamál, því það er þjóðarmein. Sköpum störf, án nýrra starfa fækkar vinnandi höndum, minnkum gráðuvæðingu þjóðarinnar, við þurfum ekki alla þessa menntun ef við fjölgum ekki störfum. Og ef við snúum ekki af þeirri braut verður hver sálfræðingur orðinn ígildi heimilislæknis, hver fjölskylda verður þá komin með sinn sameiginlega heimilissálfræðing. Ekki vildi ég vera með sama sálfræðing og systir mín, því fylgir engin blessun því við segjum hvort öðru allt sem skiptir ekki máli. Við skulum einnig hafa það hugfast að við getum stórlega þakkað öllum þeim fjölda útlendinga sem hér starfa fyrir hluta af þeirri hagþróun sem hefur verið hér undanfarin ár Já, málefnin eru mörg en það eru ekki 10 ólíkar ástæður til þess að rífast um þau. Og ef eitthvað er þá skemmir þessi fjöldi fyrir heildarhagsmunum þjóðarinnar þar sem áhugi á að mæta á kjörstað fer minnkandi sökum ruglingslegs raunsæis, rangfærslna og oftúlkana. Kjósendur eru ekki bjánar, þeir eru hipp og kúl og ef þessi fjöldaflokkavitleysa hættir ekki, þá þarf sennilega að hafa forkosningar um hversu margir flokkar megi bjóða fram og svo að kjósa um þá sem kosið var um. Vitleysan má ekki ítrekað verða ofan á. Þegar listabókstafir stjórnmálaflokka lítillar örþjóðar eru orðnir 1/3 af stafrófi hennar má auðveldlega álykta að einhver ætli sér að komast sem laumufarþegi um borð í þjóðarskútuna í stað þess að ýta henni til hafs úr höfn. Kennitala þín er mikilvæg á kjördag, mættu með hana upp á vasann og mundu tveggja metra regluna við ágenga frambjóðendur. Höfundur er fjölyrki og stjórnarmaður í Hlutleysisflokknum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar