Stjórnvöld í Litháen hvetja landsmenn til að farga kínverskum símum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2021 07:24 Fyrirtækin segja ekkert hæft í ásökunum litháskra stjórnvalda. epa/Alex Plavevski Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt landsmönnum að farga kínverskum símtækjum og kaupa ekki nýja síma frá kínverskum framleiðendum. Varnarmálaráðuneyti landsins heldur því meðal annars fram að öryggisgallar séu í sumum símtækjanna og sjálfvirkur ritskoðunarbúnaður í öðrum. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Alls var búnaðurinn sagður ritskoða að minnsta kosti 449 orðasambönd þegar þau voru notuð í ýmsum smáforritum, til dæmis vefvafra símans. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar neitað því að notkun eða samskipti séu ritskoðuð. Samkvæmt skýrslunni senda símtækin einnig dulkóðuð gögn til Singapúr. Í skýrslunni er einnig fjallað um Huawei P40, sem er sagður með innbyggðan öryggisgalla. Þannig beini smáforritaverslun símans notendum á verslanir þriðja aðila, sem séu óöruggar og dreifi mögulega vírusum og öðrum óæskilegum snjallforritum. Talsmenn Huawei segjast fara að landslögum alls staðar í heiminum og þá virki smáforritaverslun símans líkt og á öðrum símum. Spenna hefur aukist í samskiptum Kína og Litháen síðustu misseri en í síðasta mánuði fóru kínversk stjórnvöld fram á að Litháen kallaði sendiherra sinn í Peking heim og sögðust ætla að leggja niður sendiráðsstöðuna í Vilníus. Deilurnar hófust fyrir alvöru þegar stjórnvöld í Taívan tilkynntu að þau hygðust kenna sendiskrifstofu sína í Litáhen við Taívan en ekki Taipei, líkt og gert er í öðrum Evrópuríkjum. BBC greindi frá. Litháen Kína Öryggis- og varnarmál Tækni Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti landsins heldur því meðal annars fram að öryggisgallar séu í sumum símtækjanna og sjálfvirkur ritskoðunarbúnaður í öðrum. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Alls var búnaðurinn sagður ritskoða að minnsta kosti 449 orðasambönd þegar þau voru notuð í ýmsum smáforritum, til dæmis vefvafra símans. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar neitað því að notkun eða samskipti séu ritskoðuð. Samkvæmt skýrslunni senda símtækin einnig dulkóðuð gögn til Singapúr. Í skýrslunni er einnig fjallað um Huawei P40, sem er sagður með innbyggðan öryggisgalla. Þannig beini smáforritaverslun símans notendum á verslanir þriðja aðila, sem séu óöruggar og dreifi mögulega vírusum og öðrum óæskilegum snjallforritum. Talsmenn Huawei segjast fara að landslögum alls staðar í heiminum og þá virki smáforritaverslun símans líkt og á öðrum símum. Spenna hefur aukist í samskiptum Kína og Litháen síðustu misseri en í síðasta mánuði fóru kínversk stjórnvöld fram á að Litháen kallaði sendiherra sinn í Peking heim og sögðust ætla að leggja niður sendiráðsstöðuna í Vilníus. Deilurnar hófust fyrir alvöru þegar stjórnvöld í Taívan tilkynntu að þau hygðust kenna sendiskrifstofu sína í Litáhen við Taívan en ekki Taipei, líkt og gert er í öðrum Evrópuríkjum. BBC greindi frá.
Litháen Kína Öryggis- og varnarmál Tækni Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira