Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson skrifar 23. september 2021 07:15 Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar