Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2021 08:00 Eftir afar langvinn meiðsli hefur Kolbeinn Sigþórsson náð sér aftur á strik í Svíþjóð á allra síðustu árum. Í sumar hefur hann leikið 17 deildarleiki fyrir Gautaborg og skorað fjögur mörk. mynd/ifkgoteborg.se Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. Þetta segir John Pettersson formaður Englanna, stuðningsmannaklúbbs knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar, í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að styðja við bakið á Kolbeini og hafa sett upp langtímaáætlun sem felur í sér ríka kröfu um að hann vinni í sjálfum sér með stuðningi félagsins. Pettersson segist vonast til að félagið hafi þar tekið afstöðu stuðningsmanna með inn í myndina en hópur þeirra krafðist þess að samningi við Kolbein yrði rift. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hafi verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Vinni að því að færri menn hagi sér svona Pettersson ræddi við Aftonbladet um þá stöðu sem upp er komin og að hans mati er ekki sjálfgefið að Kolbeinn fái að spila aftur fyrir Gautaborg. „Aðalatriðið hérna er að Kolbeinn gangist við því að hann sé gerandi og að hann nýti það sem eftir er af sínum tíma sem opinber persóna til að vinna að því að færri menn muni í framtíðinni haga sér eins og hann viðurkennir að hafa gert. Það er aðalmálið. Það hvort Kolbeinn Sigþórsson verður áfram eða ekki í IFK Gautaborg er léttvægt í samanburði við það samfélagsvandamál sem kynbundið ofbeldi er,“ sagði Pettersson sem benti á að að hann væri að lýsa sinni skoðun, en ekki opinberri afstöðu stuðningsmanna Gautaborgar. „Félagið ber ákveðnar skyldur sem vinnuveitandi Kolbeins en það er einnig með stærri skuldbindingu og hún er gagnvart meðlimum félagsins og stuðningsmönnum. Í þessu tilviki er ljóst að stórir hópar stuðningsmanna hafa sýnt í verki að þeir hafi ekki trú á leikmanninum, og það er eitthvað sem félagið verður að taka tillit til,“ sagði Pettersson. Í yfirlýsingu Gautaborgar á þriðjudag kom fram að Kolbeinn hefði glímt við meiðsli og myndi samhliða því að vinna í sínum málum fara í aðgerð og jafna sig af meiðslum. Hann mun því ekki spila með liðinu á næstunni og kemur væntanlega ekki til greina í íslenska landsliðshópinn sem valinn verður í næstu viku, fyrir leiki í undankeppni HM 8. og 11. október. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Þetta segir John Pettersson formaður Englanna, stuðningsmannaklúbbs knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar, í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að styðja við bakið á Kolbeini og hafa sett upp langtímaáætlun sem felur í sér ríka kröfu um að hann vinni í sjálfum sér með stuðningi félagsins. Pettersson segist vonast til að félagið hafi þar tekið afstöðu stuðningsmanna með inn í myndina en hópur þeirra krafðist þess að samningi við Kolbein yrði rift. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hafi verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Vinni að því að færri menn hagi sér svona Pettersson ræddi við Aftonbladet um þá stöðu sem upp er komin og að hans mati er ekki sjálfgefið að Kolbeinn fái að spila aftur fyrir Gautaborg. „Aðalatriðið hérna er að Kolbeinn gangist við því að hann sé gerandi og að hann nýti það sem eftir er af sínum tíma sem opinber persóna til að vinna að því að færri menn muni í framtíðinni haga sér eins og hann viðurkennir að hafa gert. Það er aðalmálið. Það hvort Kolbeinn Sigþórsson verður áfram eða ekki í IFK Gautaborg er léttvægt í samanburði við það samfélagsvandamál sem kynbundið ofbeldi er,“ sagði Pettersson sem benti á að að hann væri að lýsa sinni skoðun, en ekki opinberri afstöðu stuðningsmanna Gautaborgar. „Félagið ber ákveðnar skyldur sem vinnuveitandi Kolbeins en það er einnig með stærri skuldbindingu og hún er gagnvart meðlimum félagsins og stuðningsmönnum. Í þessu tilviki er ljóst að stórir hópar stuðningsmanna hafa sýnt í verki að þeir hafi ekki trú á leikmanninum, og það er eitthvað sem félagið verður að taka tillit til,“ sagði Pettersson. Í yfirlýsingu Gautaborgar á þriðjudag kom fram að Kolbeinn hefði glímt við meiðsli og myndi samhliða því að vinna í sínum málum fara í aðgerð og jafna sig af meiðslum. Hann mun því ekki spila með liðinu á næstunni og kemur væntanlega ekki til greina í íslenska landsliðshópinn sem valinn verður í næstu viku, fyrir leiki í undankeppni HM 8. og 11. október.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45