Gefðu framtíðinni tækifæri Hópur ungra frambjóðenda Viðreisnar skrifar 24. september 2021 07:01 Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar