Við fjöllum einnig um að það stefni í langa kosninganótt því fjöldi utankjörfundaratkvæða hefur aldrei verið meiri, sem mun lengja talninguna til muna.
Svipmyndir verða sýndar frá Peysufatadegi Verslunarskóla Íslands og fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé, mun kafa ofan í nýtt hraðamyndavélakerfi sem á að innleiða hér á landi.
Tryggvi Páll, okkar maður á Akureyri, kíkir á nýju Skógarböðin á Akureyri og Kristján Már verður með brakandi ferska framkvæmdafrétt frá Bíldudal.