Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson skrifar 24. september 2021 09:01 Ótrúverðugasta slagorð kosningabaráttunnar er „útrýmum biðlistum.” Slagorðið er aðlaðandi en líkt og mörg önnur á það sér enga stoð í raunveruleikanum. Margir flokkar hafa slegið þessu fram en Viðreisn hefur verið mest áberandi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærir sig af því að vera flokkur rökfestu, hefur jafnvel slegið þessu fram. Undirritaður skrifaði grein fyrir skömmu og sagði fyrirheit sumra stjórnarandstöðuflokka um að niðugreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum væri fásinna. Þessi tvö loforð eru í andstöðu hvort við annað. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þessu en freistingin að nýta sér vanlíðan ungs fólks virðist vera sterkari en skyldan til að horfast í augu við raunveruleikann. Geðheilsa margra ungmenna er bágstödd. Enginn geðlæknir hefur útskrifast hér á landi síðan 2018, sjálfvígstíðni ungra kvenna hefur aukist og andleg vanlíðan í þeirra hópi vaxið með aukinni notkun samfélagsmiðla. Vandinn, hins vegar, snýr að framboði og eftirspurn. Ef sálfræðiþjónusta yrði niðurgreidd myndi eftirspurnin aukast svo um munar. Fólk sem gæti beðið myndi lengja bið fólks sem væri í brýnni þörf fyrir þjónustuna. Og biðlistar eftir sálfræðiþjónustu eru nú þegar langir. Ef gripið væri til ráða sumra stjórnmálaflokkanna í þessum málum myndu biðlistar margfaldast. Til að koma til móts við efnalítið fólk væri hægt að miða niðurgreiðslu sjálfræðiþjónustu við tekjur. Slagorð þess efnis yrði þó óþjált og myndi ekki hljóma eins vel. Það er því einfaldara að slá fram tálsýn sem betur hljómar. Það er gömul saga og ný að á fjögurra ára fresti lofa stjórnmálamenn breytingum sem þeir standa ekki við. En það er eitthvað sérstaklega ógeðfellt við það þegar reynt er að smala atkvæðum með fölskum loforðum um að bæta geðheilsu ungs fólks. Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ótrúverðugasta slagorð kosningabaráttunnar er „útrýmum biðlistum.” Slagorðið er aðlaðandi en líkt og mörg önnur á það sér enga stoð í raunveruleikanum. Margir flokkar hafa slegið þessu fram en Viðreisn hefur verið mest áberandi. Sjálfstæðisflokkurinn, sem stærir sig af því að vera flokkur rökfestu, hefur jafnvel slegið þessu fram. Undirritaður skrifaði grein fyrir skömmu og sagði fyrirheit sumra stjórnarandstöðuflokka um að niðugreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum væri fásinna. Þessi tvö loforð eru í andstöðu hvort við annað. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þessu en freistingin að nýta sér vanlíðan ungs fólks virðist vera sterkari en skyldan til að horfast í augu við raunveruleikann. Geðheilsa margra ungmenna er bágstödd. Enginn geðlæknir hefur útskrifast hér á landi síðan 2018, sjálfvígstíðni ungra kvenna hefur aukist og andleg vanlíðan í þeirra hópi vaxið með aukinni notkun samfélagsmiðla. Vandinn, hins vegar, snýr að framboði og eftirspurn. Ef sálfræðiþjónusta yrði niðurgreidd myndi eftirspurnin aukast svo um munar. Fólk sem gæti beðið myndi lengja bið fólks sem væri í brýnni þörf fyrir þjónustuna. Og biðlistar eftir sálfræðiþjónustu eru nú þegar langir. Ef gripið væri til ráða sumra stjórnmálaflokkanna í þessum málum myndu biðlistar margfaldast. Til að koma til móts við efnalítið fólk væri hægt að miða niðurgreiðslu sjálfræðiþjónustu við tekjur. Slagorð þess efnis yrði þó óþjált og myndi ekki hljóma eins vel. Það er því einfaldara að slá fram tálsýn sem betur hljómar. Það er gömul saga og ný að á fjögurra ára fresti lofa stjórnmálamenn breytingum sem þeir standa ekki við. En það er eitthvað sérstaklega ógeðfellt við það þegar reynt er að smala atkvæðum með fölskum loforðum um að bæta geðheilsu ungs fólks. Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu ásamt því að útrýma biðlistum. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun