Fimmtán ára með laglega og sögulega körfu í fyrsta Evrópuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 13:31 Jana Falsdóttir á ferðinni með boltann í gær og svo má sjá hana og Haukastelpurnar fagna sigri. Samsett/Skjámynd & Fiba.basketball Haukakonur unnu sögulegan sigur á portúgalska liðinu Sportiva í Evrópuleik á Ásvöllum í gærkvöldi. Þetta var ekki aðeins fyrsti sigur íslensk kvennakörfuboltaliðs í Evrópukeppni heldur var ung Haukastúlka að setja nokkru aldursmet. Haukakonan Jana Falsdóttir spilað átta mínútur hjá Haukunum í gær og skilaði mikilvægu hlutverki þegar hin bandaríska Haiden Denise Palmer lenti í villuvandræðum. Jana er aðeins fimmtán ára gömul en hún heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok nóvember. Jana varð ekki aðeins yngsta íslenska körfuboltakonan til að spila Evrópuleik því hún var einnig sú yngsta til að skora í Evrópuleik. Jana skoraði laglega körfu í fjórða leikhluta þegar hún kom Haukum í 63-59. Það var því allt undir þegar hún lék laglega að körfunni og tók síðan sveifluskot úr teignum. Klippa: Fimmtán ára gömul með körfu í Evrópuleik „Jana fer skemmtilega með boltann, þetta er flókið skot hjá Jönu Falsdóttur sem setur hann samt niður,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í beinni útsendingu frá leiknum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Það má sjá þessa körfu Jönu hér fyrir ofan. Jana bætti met Unnar Töru Jónsdóttur sem var áður sú yngsta til að spila Evrópuleik. Unnur Tara spilað sinn fyrsta Evrópuleik 16 ára, 6 mánaða og 6 daga. Jana var aðeins 15 ára, 9 mánaða og 25 daga gömul í gær. Jana bætti einnig met Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur yfir þá yngstu til að skora stig í Evrópukeppni í körfubolta (16 ára og 8 mánaða) og met Klöru Guðmundsdóttir yfir þá yngstu til að skora körfu í Evrópukeppni í körfubolta en Klara var 16 ára, 8 mánaða og 20 daga gömul þegar hún skoraði körfu fyrir Hauka í Evrópuleik í nóvember 2006. Jana á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hennar, Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir, eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og léku samtals 112 A-landsleiki fyrir Ísland. Subway-deild kvenna Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Haukakonan Jana Falsdóttir spilað átta mínútur hjá Haukunum í gær og skilaði mikilvægu hlutverki þegar hin bandaríska Haiden Denise Palmer lenti í villuvandræðum. Jana er aðeins fimmtán ára gömul en hún heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok nóvember. Jana varð ekki aðeins yngsta íslenska körfuboltakonan til að spila Evrópuleik því hún var einnig sú yngsta til að skora í Evrópuleik. Jana skoraði laglega körfu í fjórða leikhluta þegar hún kom Haukum í 63-59. Það var því allt undir þegar hún lék laglega að körfunni og tók síðan sveifluskot úr teignum. Klippa: Fimmtán ára gömul með körfu í Evrópuleik „Jana fer skemmtilega með boltann, þetta er flókið skot hjá Jönu Falsdóttur sem setur hann samt niður,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í beinni útsendingu frá leiknum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Það má sjá þessa körfu Jönu hér fyrir ofan. Jana bætti met Unnar Töru Jónsdóttur sem var áður sú yngsta til að spila Evrópuleik. Unnur Tara spilað sinn fyrsta Evrópuleik 16 ára, 6 mánaða og 6 daga. Jana var aðeins 15 ára, 9 mánaða og 25 daga gömul í gær. Jana bætti einnig met Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur yfir þá yngstu til að skora stig í Evrópukeppni í körfubolta (16 ára og 8 mánaða) og met Klöru Guðmundsdóttir yfir þá yngstu til að skora körfu í Evrópukeppni í körfubolta en Klara var 16 ára, 8 mánaða og 20 daga gömul þegar hún skoraði körfu fyrir Hauka í Evrópuleik í nóvember 2006. Jana á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hennar, Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir, eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og léku samtals 112 A-landsleiki fyrir Ísland.
Subway-deild kvenna Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum