Kínverjar banna rafmyntir og gröft Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 12:19 Verslun sem tekur við rafmyntinni bitcoin í Hong Kong. Bannið við rafmyntum gildir á meginlandi Kína. Vísir/EPA Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. Seðlabanki Kína sagði að erlendum fyrirtækjum verði einnig bannað að bjóða upp á hvers kyns rafmyntarþjónustu í landinu, að sögn New York Times. Ellefu ríkisstofnanir gáfu út sameiginlega yfirlýsinga um að þau ætli sér að framfylgja banninu af hörku og refsa fyrir ólögleg rafmyntarviðskipti. Sérstaklega var talað um rafmyntir eins og Bitcoin og Ether sem dæmi um útgefendur rafmynta sem væru ekki yfirvöld á sviði peningamála í tilkynningu seðlabankans. Það þykir benda til þess að ný kínversk rafmynt sem seðlabankinn hefur haft í þróun verði undanþegin banninu. Kínversk stjórnvöld óttast að rafmyntir grafi undan valdi þeirra yfir fjármagnsflutningum. Þau hafa einnig hert tökin á tækni-, mennta- og fasteignageiranum í landinu. Talað er um að „grafa upp“ rafmyntir en með því er átt við að tölvur eru notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Fyrir það fæst hluti af hinni nýslegnu mynt. Rafmyntanámugröftur er gríðarlega orkufrekur. Þar sem rafmagn er framleitt með jarðefnaeldsneyti eins og kolum hlýst mikil losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni af greftrinum. Rafmyntir Kína Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Seðlabanki Kína sagði að erlendum fyrirtækjum verði einnig bannað að bjóða upp á hvers kyns rafmyntarþjónustu í landinu, að sögn New York Times. Ellefu ríkisstofnanir gáfu út sameiginlega yfirlýsinga um að þau ætli sér að framfylgja banninu af hörku og refsa fyrir ólögleg rafmyntarviðskipti. Sérstaklega var talað um rafmyntir eins og Bitcoin og Ether sem dæmi um útgefendur rafmynta sem væru ekki yfirvöld á sviði peningamála í tilkynningu seðlabankans. Það þykir benda til þess að ný kínversk rafmynt sem seðlabankinn hefur haft í þróun verði undanþegin banninu. Kínversk stjórnvöld óttast að rafmyntir grafi undan valdi þeirra yfir fjármagnsflutningum. Þau hafa einnig hert tökin á tækni-, mennta- og fasteignageiranum í landinu. Talað er um að „grafa upp“ rafmyntir en með því er átt við að tölvur eru notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Fyrir það fæst hluti af hinni nýslegnu mynt. Rafmyntanámugröftur er gríðarlega orkufrekur. Þar sem rafmagn er framleitt með jarðefnaeldsneyti eins og kolum hlýst mikil losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni af greftrinum.
Rafmyntir Kína Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira