Allt sem við getum gert, höfum við efni á Jökull Sólberg skrifar 24. september 2021 13:00 Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar