Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 13:25 Kristalina Georgieva var forstjóri Alþjóðabankans þegar hún er sögð hafa skipað undirmanni sýnum að koma Kína ofar á lista ríkja þar sem bankinn taldi best að stunda viðskipti árið 2018. Vísir/EPA Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. Niðurstaða skýrslu sem siðanefnd Alþjóðabankans lét gera var að Georgieva og Jim Yong Kim, þáverandi forseti bankans, hefðu beitt starfsmenn sem unnu að árlegri úttekt á viðskiptaumhverfi í heiminum þrýstingi til þess að láta Kína koma betur út en efni stóðu til árið 2017. Georgieva var þá forstjóri Alþjóðabankans en hún tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) árið 2019. Financial Times segir að háttsettir stjórnendur innan sjóðsins hafi áhyggjur af því að ásakanirnar á hendur Georgievu grafi undan störfum stofnunarinnar. Þá hafa þrír bandarískir þingmenn skrifað Janet Yellen, fjármálaráðherra, og beðið hana um að rannsaka ásakanirnar sem þeir telja vekja upp áleitnar spurningar um hvort að Georgieva sé hæf til að stýra AGS. Sumum starfsmönnum sjóðsins fannst það óviðeigandi þegar Georgieva nýtti starfsmannafund á dögunum til þess að bera af sér sakir úr skýrslu siðanefndar Alþjóðabankans. Framtíð Georgievu sem framkvæmdastjóra sjóðsins er í höndum stærstu hluthafa AGS, ríkja eins og Bandaríkjanna, Evrópusambandsríkjanna og Japans. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Niðurstaða skýrslu sem siðanefnd Alþjóðabankans lét gera var að Georgieva og Jim Yong Kim, þáverandi forseti bankans, hefðu beitt starfsmenn sem unnu að árlegri úttekt á viðskiptaumhverfi í heiminum þrýstingi til þess að láta Kína koma betur út en efni stóðu til árið 2017. Georgieva var þá forstjóri Alþjóðabankans en hún tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) árið 2019. Financial Times segir að háttsettir stjórnendur innan sjóðsins hafi áhyggjur af því að ásakanirnar á hendur Georgievu grafi undan störfum stofnunarinnar. Þá hafa þrír bandarískir þingmenn skrifað Janet Yellen, fjármálaráðherra, og beðið hana um að rannsaka ásakanirnar sem þeir telja vekja upp áleitnar spurningar um hvort að Georgieva sé hæf til að stýra AGS. Sumum starfsmönnum sjóðsins fannst það óviðeigandi þegar Georgieva nýtti starfsmannafund á dögunum til þess að bera af sér sakir úr skýrslu siðanefndar Alþjóðabankans. Framtíð Georgievu sem framkvæmdastjóra sjóðsins er í höndum stærstu hluthafa AGS, ríkja eins og Bandaríkjanna, Evrópusambandsríkjanna og Japans.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05